Lifum mestu byltingartíma sögunnar

Það þarf varla að lýsa því fyrir fólki sem er komið yfir miðjan aldur, hversu mikið heimurinn hefur breyst síðustu áratugi. Þeir sem upplifðu kalda stríðið, Berlínarmúrinn og fall hans, Kennedy tímabilið, Gorbatsjov í Rússlandi, uppgang Kína, uplýsingabyltinguna og svo framvegis, vita að veröldin er breytt. Bók Jóns Orms Halldórssonar er frábær lýsing á þeim kröftum sem skapa mannkynssöguna á okkar tímum. Grípum niður í grein í Viðskiptablaðinu sem birtist eftir að bókin kom út.

Við lifum líklega mestu byltingartíma sögunnar. Heimurinn breytist þessi árin með svo hröðum og róttækum hætti að hliðstæður er helst að finna í stærstu byltingum liðinna alda eins og upplýsingunni í Evrópu, iðnbyltingunni um heim allan og útþenslu evrópsku heimsveldanna til annarra álfa.“ Svona hefst bókin „Breyttur heimur“ eftir Jón Orm Halldórsson sem er sérfræðingur á sviði alþjóðastjórnmála og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Bókin fjallar um stórtækar breytingar sem hafa orðið á skipan heimsmálanna sem lýsa sér kannski einna helst í örum vexti ríkja á borð við Kína og Indland auk vaxandi mikilvægis alþjóðavæðingar kapítalismans í stjórnmálum samtímans.

Áróra Gústafsdóttir

Áróra Gústafsdóttir

 

„ Mikilvægt innlegg í þjóðmálaumræðuna“, segir Áróra Gústafsdóttir markaðsstjóri hjá Forlaginu. „og hvorki tyrfið né erfitt efni“. Afar áhugaverð bók til að lesa í sumarleyfinu.

Ritstjórn júlí 23, 2015 10:00