Michael Caine gefur æskunni kraft ellinnar í kvikmyndinni Youth

Kvikmyndin Youth eftir leikstjórann Paolo Sorrentino sem nú er sýnd í Bíó Paradís fjallar um hljómsveitarstjórnanda sem er kominn á eftirlaun. Hann fer í frí í Ölpunum með dóttur sinni og besta vini sínum sem er kvikmyndaleikstjóri. Á meðan þau eru þar, kemur boð frá Elísabetu II Englandsdrottningu sem vill fá Fred til að stjórna hljómsveit í afmælisveislu Filips prins. Með aðalhlutverkin í myndinni fara auk Micael Caines, Jane Fonda, Harvey Keitel og Rachel Weiz.

Fjallar um aldur, fegurð og vináttu

Myndin fjallar um aldur, fegurð og vináttu, segir m.a. á vefsíðu eftirlaunamanna í Bandaríkjunum þar sem fjallað er um myndina.Vinirnir Fred (Michael Caine) og Mick (Harvey Keitel) eru komnir hátt á níræðisaldur, segir þar. Þeir fara í vikufrí á heilsuhótel í Sviss, sem má muna fífil sinn fegurri, en það eru þeir vanir að gera á hverju ári. Eins og hótelið sjálft lifa þeir líka á fornri frægð en þurfa að horfast í augu við þá hnignun sem fylgir aldrinum.

Vill slá aftur í gegn

Sendiboði frá Englandsdrottningu kemur til fundar við þá og biður Fred að stjórna í veislunni frægasta verki sínu, sem hann hafði skrifað fyrir mörgum áratugum. Mick aftur á móti, dreymir um að slá aftur í gegn með nýju meistaraverki. Hann hefur fengið til liðs við sig hóp af ungum handritshöfundum og vonast til að kvenhetjan úr fyrri myndum hans, sem Jane Fonda leikur, vilji fara með aðalhlutverkið. Inní þetta blandast svo saga Lenu dóttur,Freds, sem burðast með mun meiri farangur í lífinu, en þann sem dyravörðurinn ber uppá herbergið hennar.

Ritstjórn janúar 11, 2016 16:00