Óviðjafnanlegt ferskjusalat með jólamatnum

Þetta salat gengur bæði með kalkúnakjöti eða villibráð og er óskaplega fallegt á jólaborðinu. Ekki skemmir að dreifa ristuðum pecan hnetum yfir áður en salatið er borið fram.

2 niðursoðnar ferskjur, skornar í sneiðar

500-700 g bland salat (mörgum þykir gott að hafa meirihlutann klettakál)

1/2 til 1 bolli af parmesan osti, sneiddur niður í þunnar sneiðar

Blandið ferskjunum og salatinu saman í skál. Hellið salatsósunni yfir og skreytið með ostinum

Salatsósa:

1 skalotlaukur, fínt saxaður

3 msk. kampavínsedik

1 1/2 tsk. hunang

1 dl jómfrúaroilía

salt og svartur pipar eftir smekk

Þeytið öllu saman og hellið yfir salatið.