Samkomubann og vorfermingar falla niður

Stjórnvöld tilkynntu í morgun um samkomubann í landinu vegna kórónuveirunnar. Fjölmiðlar fjalla mikið um veirusýkinguna og aðgerðir sem tengjast henni, en þær eru fordæmalausar á lýðveldistímanum. Lifðu núna vitnar hér í fréttir mbl.is og ruv.is.  Á mbl.is segir um blaðamannafundinn sem heilbrigðisráðherra efndi til í Ráðherrabústaðnum í morgun.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra greindi því á fund­in­um að sótt­varna­lækn­ir hefði sent heil­brigðisráðherra til­lögu um sam­komu­bann. Eng­in for­dæmi væru fyr­ir slíku í lýðveld­is­sögu Íslands.

„Okk­ar leiðarljós hef­ur hingað til verið að fylgja ráðum okk­ar besta heil­brigðis­starfs­fólks,“ sagði hún.

Tak­marka skal sam­kom­ur í fjór­ar vik­ur frá miðnætti 15. mars, aðfaranótt mánu­dags. Um er að ræða sam­kom­ur þar sem fleiri en 100 manns koma sam­an, að sögn heil­brigðisráðherra.

Á viðburðum þar sem færri koma sam­an er gert ráð fyr­ir því að tveir metr­ar séu á milli fólks. Gert er ráð fyr­ir því að skól­ar á fram­halds- og há­skóla­stigi loki. „Ég vænti þess að það tak­ist gott sam­starf með þjóðinni,“ sagði Svandís.

Starf grunn­skóla held­ur áfram með ákveðnum skil­yrðum.

Rétti tím­inn núna

„Ég held að tími til að gera þetta sé akkúrat núna,“ sagði Þórólf­ur Guðna­son um sam­komu­bannið. Hann hafi lagt það til að feng­inni um­sögn og ráðlegg­ing­um frá fjöl­mörg­um aðilum.

„Þetta er verk­efni okk­ar allra. Boð og bönn stjórn­valda munu ekki ráða úr­slit­um um hversu hratt veir­an fer yfir landið,“ sagði hann og bætti við að það sé und­ir okk­ur komið hver út­kom­an verður.

„Við erum að greina fjöld­ann all­an af til­fell­um hjá ein­stak­ling­um sem eru í sótt­kví,“ nefndi hann. Um tvö til­felli kór­ónu­veirunn­ar er að ræða þar sem eng­in tengsl eru við út­lönd eða sýkta ein­stak­linga. Það á ekki að koma á óvart. Reynt er tak­marka út­breiðsluna eins og hægt er.

„Skipt­ir gríðarlegu máli“

„Ég heiti á okk­ur öll að láta þetta tak­ast því það skipt­ir gríðarlegu máli fyr­ir al­manna­heill í þessu landi,“ sagði Katrín.

Afar og ömmu sem voru farin að undirbúa sig fyrir fermingar barnabarnanna, verða að setja undirbúninginn í biðstöðu. ruv.is segir þannig frá viðbrögðum Þjóðkirkjunnar við samkomubanninu.

Allt messuhald og vorfermingar falla niður í Þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi út eftir að stjórnvöld tilkynntu samkomubannið. Agnes tekur fram í yfirlýsingu sinni að ákvörðunin sé tekin með almannaheill í húfi og hún gildir á meðan samkomubann er í gildi. Ákvörðunin verði endurskoðuð í samhengi við frekari ákvarðanir stjórnvalda. Streymt verður frá messuhaldi á netinu þann tíma sem almennt messuhald fellur niður. Þá munu prestar landsins halda áfram að gegna sálgæsluþjónustu með öllum þeim varúðarsjónarmiðum sem landlæknir hefur gefið út.

Ritstjórn mars 13, 2020 14:07