Hjónin Sigurð Inga Guðmundsson og Ólöfu Skúladóttur hafði alltaf langað til Færeyja. Þegar þau sáu auglýsta ferð þangað á vegum Hótelbókana síðast liðið haust, ákváðu þau að slá til. „Maður hefur alltaf heyrt talað um Færeyjar og ein ömmusystir mín giftist færeyskum manni, Jóhannesi Paturssyni á Kirkjubæ. Afkomendur hennar hafa verið áberandi í færeysku samfélagi og má þar nefna stjórnmálamanninn Erlend Patursson og listamanninn Trónd Patursson. Mig hafði alltaf langað að koma á Kirkjubæ og hitta eitthvað af þessu fólki“ segir Sigurður Ingi um tildrög þess að þau fóru til Færeyja síðast liðið haust. Sigurður K. Kolbeins var fararstjóri í ferðinni og þau hjónin urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með ferðina „Stundum fer maður af stað með svo miklar væntingar að maður verður fyrir vonbrigðum. Í þetta sinn bjuggumst við miklu, en fengum svo miklu meira“, segir Sigurður Ingi. „Ferðin var öll svo vel skipulögð. Það stóðust allar tímasetningar og þjónustan, matur á hótelum og skoðunarferðir, þetta var hreint út sagt frábært. Það má hann Sigurður eiga að hann kann á klukku“ segir Sigurður Ingi um skipulag ferðarinnar.
Hótelbókanir/ Ferðaskrifstofa eldri borgara, sem Sigurður K. Kolbeinsson rekur, býður nú sérstaka eldri borgara ferð til Færeyja 22.-26.júní. Flogið verður frá Keflavík til Færeyja og gist þar í fjórar nætur, á Hótel Brandan, en það er nýtt fjögurra stjörnu hótel í Þórshöfn. Ferðin kostar 179..500 krónur á manninn, miðað við tvo í herbergi.
Innifalið: Flug og flugvallarskattar, gisting á Hotel Brandan m/morgunverði og 2ja rétta kvöldverði 3 kvöld af 4 ásamt íslenskri fararstjórn og leiðsögn. Allur rútuakstur í skoðunarferðir auk aksturs til og frá flugvelli við Vaagar.
Skráning í ferðina fer fram með því að smella hér og senda tölvupóst með nafni, síma og kennitölu. Einnig er hægt að hafa samband við Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301. Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.
Við skráningu þarf að greiða 69.500 kr. staðfestingargjald – sjá skilmála hér. Innleggsreikningur er: 0586-26-6855, kt. 590110-1750. Vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingar á netfangið hotel@hotelbokanir.is Eftirstöðvar, kr. 110.000 þarf að gera upp 45 dögum fyrir brottför. Hægt er að greiða með peningum eða kreditkorti.
Morgunverður er innifalinn í verðinu og einnig þrír kvöldverðir. Ferðast verður í rútu, vítt og breitt um Færeyjar og er rútuaksturinn í skoðunarferðirnar innifalinn í verðinu. Ferðafólkið fær síðan einn heilan dag til að skoða sig um í Þórshöfn. Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson.
Skráning í ferðina er á netfangingu hotel@hotelbokanir.is eða hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301. Öllum fyrirspurnum um ferðina er svarað samdægurs.