Sparileg á aðventu

Margir fá sér eitthvað nýtt og sparilegt fyrir jólin eða kíkja í skápana og athuga hvort að ekki leynist ónotaðar gersemar þar. Oft er hægt að finna gamlar flíkur og bæta nýjum fylgihlutum við þær og útkoman getur orðið nýtt og fínt dress fyrir lítinn pening. Það gildir bara að láta hugarflugið ráða og vera svolítið skapandi. Tískan er fjölbreytt sem aldrei fyrr. Lifðu núna fór á netið og fann hugmyndir að nokkrum aðventu og jóladressum.  Litirnir eru afar jólalegir, rauður, gylltur og silfraður í aðalhlutverki í bland við hinn klassísksa svarta lit.

Ritstjórn desember 6, 2016 10:49