Tengdar greinar

Þurfum ekki að þjást þó liðverkir herji á með aldrinum

Líklega er ómögulegt að forðast alfarið aldurstengda verki í liðum en það þýðir það ekki að við þurftum að þjást.

Staðreyndin er sú að jafnvel þótt við þjáumst af liðagigt getum við bætt líðan í liðunum með breyttum lífsstíl.

Þessi breyting getur virst mikið mál til að byrja með en betri líðan kemur fljótlega í ljós. Ekki taka allar breytingarnar fyrir í einu heldur bætið þeim rólega inn í daglegt líf ykkar. Það er farsælast og þannig eru meiri líkur á að árangur náist.

Hófleg hreyfing er farsælust

Það síðasta sem mann langar að gera þegar liðverkir hrjá mann er að hreyfa sig. Læknum ber samt saman um að hreyfing bæti hreyfanleika liða og minnki bólgur. Þegar velja á æfingar ráðleggja læknar hóflega hreyfingu eins og sund og göngur ásamt styrktaræfingum. Alltaf ber að gæta þess að fara varlega af stað ef fólk hefur ekki hreyft sig lengi til þess að líkaminn aðlagist breyttum lífsháttum. Það gæti verið vel þess virði að fá einkaþjálfara til að útbúa æfingarnar í byrjun og halda sig svo við þær áfram.

Borðum heilsusamlega

Sagt er að við séum það sem við borðum. Mataræði sem inniheldur mikið af grænmeti, heilkorni og mögru kjöti mun ekki endilega ,,lækna“ liðverkina en það getur hjálpað við að stjórna þeim. En þegar öllu er á botninn hvolft viljum við minnka hlutfall unninna kjötvara þar sem vitað er að þær geta orsakað bógur í liðum. Til að byrja með má hugsa sér að skipta kökum og öðru sætmeti út fyrir ávexti og drekka mikið af fersku vatni.

Ólíklegt r að einhver ein matartegund muni lækna liðverki en hér eru nokkrar tegundir sem vitað er að minnka bólgur:  Kirsuber, rauð paprika, lax, heilhveiti, turmeric, grænkál og annað grænt blaðsalat.

Á meðan best er að ná í vítamín og steinefni úr matnum er gott að taka líka vítamín í töfluformi til að vera viss um að liðir okkar séu að fá nóg af efnum sem hjálpa til við að losa okkur við liðverkina. Munið að drekka nóg af vatni.

Stjórnaðu þyngdinni

Nokkuð öruggt er að erfiðara reynist að léttast eftir því sem við eldumst. Ástæður þess eru margar eins og að brennsla hægist og hreyfanleiki minnkar. Yfirþyngd er því stór þáttur í að þrýstingur á liði er mikill sem getur valdið óbærilegum verkjum. Eins og búast má við orsaka meiri liðverkir minni hreyfigetu sem leiðir til vítahrings. Það kemur því ekki á óvart að hættan á yfirþyngd aukist hjá fólki yfir 65 ára aldri.

Jafnvel þótt það sé erfiðara að léttast eftir sextugt er það alls ekki ómögulegt. Með því að fylgja fyrstu tveimur skrefunum á þessum lista ertu nú þegar kominn vel á veg með að losa þig við aukakílóin.

Hættið að reykja 

Flestir vita að reykingar valda lungnakrabbameini og skaða hjarta og æðakerfi. Enn færri vita að reykingar valda líka bólguástandi.  Til allrar hamingju er víða hægt að fá aðstoð við að hætta, og „nei“ að veipa er ekki góður valkostur. Það er nýtt af nálinni en nýjar rannsóknir sýna að sú iðja er engu minna skaðleg fyrir lungun en reykingar.

Teygjur

Teygjur halda okkur liðugum og vernda brjóskið líka gegn sliti. Þegar liðirnir hreyfast næra þeir brjóskið með liðvökva og halda þeim smurðum. Þetta dregur úr stífleika og gerir okkur kleift að halda hreyfigetu.

Til eru margs konar teygjur en læknar mæla með mildu jóga eða pilates. Þannig æfingar styrkja ekki bara útlimina heldur hjálpa þeir til við að bæta heildarstyrk líkamans og jafnvægisskyn. Það besta er að hægt er að æfa hvort tveggja heima. Mjög góð hugmynd er að fá tilsögn til að byrja með hjá fagaðila til að vera viss um að skaða liðina ekki og halda svo áfram sjálfur heima.

Þessar leiðbeiningar geta aðstoðað við að halda heilbrigði og sjálfstæði lengur en annars hefði orðið og því yngra sem fólk er þegar það byrjar því betra.

Ritstjórn júlí 19, 2023 06:30