Brotið á eldri borgurum þegar kemur að tannlæknakostnaði

Mbl.is er með umfjöllun um tannlæknakostnað eldra fólks í dag.  Þar kemur fram að sam­kvæmt reglu­gerð um end­ur­greiðslu tann­lækna­kostnaðar ber Sjúkra­trygg­ing­um Íslands að end­ur­greiða þeim sem orðnir eru 67 ára 75% tann­lækna­kostnaðar. Þar er miðað við svo­kallaða ráðherra­gjald­skrá, sem að sögn Ástu Óskars­dótt­ur, for­manns Tann­lækna­fé­lags Íslands, hef­ur ekki fylgt verðlagi og hef­ur lítið hækkað frá 2004 eða í 13 ár. „Því má gera ráð fyr­ir að end­ur­greiðslan sé raun­veru­lega 30-40%, eins og verðlag er í dag,“ seg­ir Ásta. „Það er í raun veru­lega brotið á rétti þessa hóps.“  Og á mbl segir ennfremur.

Hún seg­ir að tann­lækn­ar hafi þurft að fylgja verðlagi, eins og all­ir aðrir sem selji vör­ur og þjón­ustu. „Öryrkj­ar og aldraðir fá líf­eyri, sem er veru­lega skor­inn við nögl. Lítið sem ekk­ert er af­gangs til að standa straum af tann­lækna­kostnaði. Svo nær fólk mun hærri aldri og að auki eru fleiri með eig­in tenn­ur nú en áður, Það útheimt­ir meira viðhald á tönn­um og þar með auk­inn kostnað.“ Að sögn Ástu var hlut­fall fólks, 67 ára og eldri, sem fer til tann­lækna skoðað sér­stak­lega á ára­bil­inu 2010-2014. Hlut­fallið var á milli 52 og 58,5% sem Ásta hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af.

Fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar funduðu for­svars­menn Tann­lækna­fé­lags­ins með full­trú­um helstu stjórn­mála­flokka þar sem staða tann­heilsu allra líf­eyr­isþega var rædd. „All­ir flokk­ar sýndu áhuga á því að huga að bættri tann­heilsu hjá líf­eyr­isþegum,“ seg­ir Ásta. „Á síðasta ári lögðu Sjúkra­trygg­ing­ar (SÍ) og Tann­lækna­fé­lagið drög að samn­ingi sem gilda átti um end­ur­greiðslur fyr­ir alla líf­eyr­isþega og SÍ reiknaði út að þetta myndi kosta rúm­lega einn millj­arð. Ein af þeim hug­mynd­um, sem komið hafa upp, er að tekið verði upp svo­kallað tappa­gjald á drykki sem eru skaðleg­ir tönn­un­um, eins og t.d. gos­drykki með sykri og gler­ungs­eyðandi sýr­um til að fjár­magna pakk­ann.“

Ásta seg­ir að Tann­lækna­fé­lagið hafi áhuga á að koma að inn­leiðingu slíks samn­ings og seg­ir að stjórn fé­lags­ins hafi fundað með Ótt­ari Proppé heil­brigðisráðherra. Rætt er við fleiri í þessari umfjöllun mbl.is  meðal annars formann Landssambands eldri borgara, Hauk Ingibergsson sem segir meðal annars.

„Kostnaðarþátt­taka eldri borg­ara er ein­fald­lega of mik­il og Alþingi hef­ur ekki tryggt Sjúkra­trygg­ing­um Íslands fjár­magn til að fylgja eft­ir ákvæðum um greiðslu kostnaðar. Þessu þarf að breyta. Góð tann­heilsa er mik­il­væg til að fólk haldi heilsu og nær­ist eðli­lega. Þetta er ekki bara spurn­ing um út­lit og fal­legt bros. Á und­an­förn­um árum hef­ur verið byggð upp góð tann­læknaþjón­usta fyr­ir börn og ung­linga og nú er komið að eldri borg­ur­um að fá sam­svar­andi þjón­ustu,“ seg­ir Hauk­ur.      Sjá alla umfjöllun mbl.is hér.

Ritstjórn mars 24, 2017 13:50