Líst illa á hækkun matarskatts

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir að það geti orðið erfitt að fylgjast með því hvort breytingarnar á skattkerfinu muni skila sér til neytenda.  Sömu sögu sé að segja um vörugjöldin, það verði líka erfitt að fylgjast með áhrifum þeirra breytinga á hag neytenda.  Lækkun á efsta þrepinu í virðisaukaskatti

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssmbands eldri borgara

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssmbands eldri borgara

geti verið til hagsbóta fyrir þá sem þurfa að kaupa heimilistæki og slíkt, en þar megi segja að verið sé að lækka þrepið niður í það sem var fyrir kreppu, en þá var það 24.5%.  Jóna Valgerður segist ekki sjá betur en að rafmagn og hiti muni hækka, en það sé nauðsyn á öllum heimilum og kostnaðurinn mikill, ekki síst úti á landi.  Hún segist heldur ekki sjá að bætur almannatrygginga hækki að neinu ráði til að mæta þessu öllu eða að tekið sé á því að laun hafi á þessu ári verið að hækka miklu meira hlutfallslega en bætur almannatrygginga.

Þá segir Jóna Valgerður  að það sé einnig í umræðunni í dag að þáttaka sjúklinga í lyfjaverði eigi að hækka, en það gangi þvert á ályktun LEB, þar sem óskað er eftir lækkun vsk. á lyf eða niðurfellingu.

 

Ritstjórn september 10, 2014 16:05