Hvenær erum við orðin miðaldra eða þaðan af eldri? Það er að sjálfsögðu jafn misjafnt og við erum mörg. Hér eru 15 staðhæfingar um að þú sért orðin miðaldara -ef þú svarar játandi.
- Plönturnar þínar lifa góðu lífi og þú ert farin að gefa afleggjara
- Það er meira af mat í ísskápnum en af bjór og léttvíni.
- Klukkan sex að morgni ferðu á fætur í stað þess að fara sofa.
- Þú heyrir uppáhalds lögin þín í lyftu.
- Þú fylgist með öllum veðurfregnum.
- Frídögunum fer fjölgandi.
- Gallabuxur og peysa ganga ekki lengur ef það á að fara eitthvað fínna. Þú vilt föt sem endast og halda sér vel.
- Eldri ættingjum finnst í lagi að segja dónabrandara í návist þinni.
- Þú veist ekki lengur hvenær skyndibitastaðirnir loka.
- Þú fóðrar gæludýrin á dýrafæði í stað þess að henda afgöngum af skyndibita í þau.
- Þú borðar morgunmat á réttum tíma.
- Segir ekki lengur, ég get ekki lengur drukkið eins og ég var vön og segir þess í stað,ég ætla aldrei að drekka aftur.
- 90 prósent þess tíma sem þú situr fyrir framan tölvu notar þú til að vinna, ekki til að vafra um veraldarvefinn.
- Þú drekkur heima til að spara peninga eða það heldur þú að minnsta kosti. Ástæðan er hins vegar sú að þú nennir ekki að fara út.
- Þú óskar vinum þínum til hamingju með barnabörnin.