Fiskréttur með grænni sósu og mangó!

Sparifiskur með grænni sósu og mangó

fyrir 4

800 g þorskur eða annar fallegur fiskur

2 hvítlauksrif, sneidd

ólífuolía

salt og pipar

1 mangó

 Brúnið fiskinn  á pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Látið hítlauksrifin út á pönnuna og saltið og piprið. Látið allt í eldfast mót og bakið við 180°C í 6 mín. Afhýðið mangóið, skerið í litla bita og berið fram með fiskinum.

 

Græn sósa

2 msk. steinselja, fínsöxuð

1 msk. mynta, fínsöxuð

1 msk. basil, fínsaxað

50 g klettakál

1 hvítlauksrif

1 msk. kapers

1 msk. Dijon-sinnep

1 msk. rauðvínsedik

ólífuolía

Setjið kryddjurtirnar og kapers í mortél eða matvinnsluvél og látið ólífuolíu fljóta yfir og blandið öllu vel saman. Blandið sinnepinu og edikinu saman við og kryddið með salti og pipar. Bætið við ólífuolíu ef þurfa þykir. Berið fram með þorskinum. Fallegi græni liturinn kemur fyrst og fremst af kryddjurtunum og gerir það réttinn bæði fallegan og hollan. Berið fram með steiktum kartöflum og mangó sem skorð hefur verið í bita. Einnig er gott að hafa klettakál sem meðlæti.

 

Ritstjórn nóvember 10, 2017 12:58