Hrafn Magnússon sem um árabil var framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða setti þessa litlu færslu á Facebook, en þar er fjallað um tekjutengingu í íslenska almannatryggingakerfinu.
Í nýlegri skýrslu um fjölþjóðlega rannsókn á vegum OECD kemur fram að íslenska lífeyriskerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr almannatryggingum, jafnframt er Ísland eina landið þar sem lífeyrir frá Tryggingastofnun fellur niður.
Almannatryggingar er að vissu marki kjarasamningur eldri borgara við ríkisvaldið. Gallinn er bara sá að eldri borgarar hafa enga samninhgstöðu líkt og verkalýðshreyfingin. Eldri borgarar hafa heldur ekki ótakmarkaðan tíma til að vinna með stjórnvöldum að leiðréttingum á vitlausu lífeyriskerfi.
Til að vinna að sátt við samtök eldri borgara þurfa stjórnvöld því að bretta upp ermarnar svo við Íslendingar þurfum ekki að búa áfram við lífeyriskerfi sem á sér engan líka með alltof miklum tekjutengingum.