Ofnbakaður lax teryaki

Nú þegar mælt er með því að við snæðum fæðutegundir sem ríkar eru af D-vítamíni er tilvalið að nýta laxinn sem er mikil uppspretta af þessu góða vítamíni fyrir utan að vera mikil sælkerafæða. Við fengum þessa uppskrift af vef Norðanfisks.

Uppskrift fyrir 4

15-20 mín
Innihald:

800 g lax

60 ml sojasósa

60 ml vatn

1 msk. maizena kornsterkja

4–5 msk. hunang

3 msk. hrísgrjónaedik

4 msk. ananas, saxaður

1 hvítlauksgeiri, rifinn

1 tsk. engifer, rifinn

Aðferð:

Búið til teriyaki-sósu með því að blanda saman sojasósu, vatni, maizena, hunangi, hrísgrjónaediki, ananas og hvítlauk. Veltið laxinum síðan upp úr sósunni og setjið í 200°C heitan ofn og bakið í u.þ.b. 8 mín. Gott er að hafa hrísgrjón og ferskt salat með.

Ritstjórn febrúar 26, 2021 10:08