Í þessari þýddu grein af vef Sixty and me er farið yfir ráðleggingar Juliu Cameron varðandi umbreytingar á miðjum aldri. Julia hefur verið kölluð ,,The Queen of Change“ en hún skrifaði m.a. bókina ,,It´s never too late to begin again“
Glæsilegt verk í vinnslu
Þegar þú spyrð fólk eftir fimmtugt hvað það þýði að vera skapandi færðu innsýn í mikinn fjársjóð. Í bók Julíu Cameron sem heitir: ,,,It’s never too late to begin again” finnum við svör.
Mitt í óvissunni og gamla góða óttanum við að eldast komu nokkrar konur saman í leit að því hvernig við gætum frestað öldruninni og það á líka við um karlmenn. Julia Cameron segir að hún hafi notað fyrstu fjóra kafla bókarinnar til að vekja umræður um þessi fjögur atriði: 1. Hvernig getum við endurvakið tilfinninguna fyrir undrun 2. …fyrir frelsi 3. …fyrir tengslum. 4. og að síðustu fyrir tilgangi. Hópurinn sem kom saman til að ræða þetta komst að skemmtilegri niðurstöðu:
Fullkomið ferðalag í gegnum lífið
Ferðalagið sem við lögðum upp í var þægilegt, hvetjandi og skemmtilegt! Rétt svona eins og læknirinn hafði skipað fyrir um. Umræðurnar fóru fljótlega að snúast um að þeir sem standa í framleiðslu á einhverju eru ekki eina skapandi fólkið í heiminum. Það eru allir skapandi verur hvort sem þeir nota pensil til þess að tjá sig eða ekki
Voru ekki tilbúnar að hætta
Eftir því sem hópurinn hafði spjallað meira voru þátttakendur áfjáðari í að fá að halda áfram að tjá sig. Það var svo mikið verðmæti að finna eftir því sem umræðunum fleygði fram. Svo þær voru bara áfram í spjallhópnum og hittust mánaðarlega á Zoom fundi til að sökkva sér ofan í hvað annað væri að læra af bók Juliu Cameron um að lifa skapandi lífi og finna tilgang.
Endurvekjum heiðarleikann gagnvart sjálfum okkur
Við finnum eigin styrk við að lifa lífinu heiðarlega. Hvernig ritskoðarðu sjálfan þig? Hvernig hafa efasemdir um sjálfan þig birst þér? Hefurðu náð að sættast við þessi atriði.
Endurvekjum auðmýktina
Öll viljum við vera sérfræðingar í sjálfun okkur. Listamaðurinn í okkur er nægilega auðmjúkur til að vera byrjandi en hvernig líður okkur með það hlutverk. Finnum við fyrir togstreitunni á milli sérfræðingsins og listamannsins?
Endurvekjum seigluna
Við þurfum öll leiðsögn til að aðlagast nýju hlutverki. Hvaðan kemur þolinmæðin sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda og af hverju er hún svo mikilvæg fyrir skapandi hluta okkar.
Endurvekjum gleðitilfinninguna
Endurnýjuð, skapandi orka er gjöf. Hvaða 10 skemmtilega hluti leyfir þú þér að gera? Hvað fær þig til að hlæja? Hvaða litla lúxus leyfir þú þér þegar þú vilt láta þér líða vel.
Endurvekjum hreyfiþörfina
Kraftmikið líf er gjöf. Hvernig skilgreinir þú framleiðnina í lífi þínu þessa dagana? Hvað fær þig til að halda áfram? Hvernig losarðu þig þegar þér finnst þú vera föst/fastur.
Endurvekjum tilfinninguna fyrir lífsþrótti
Þegar við heiðrum sjálfsmynd okkar uppskerum við lífskraft. En hvernig fyllum við á brunn kraftsins þegar hann er að þorna upp. Finndu 5 einföld atriði sem þú getur gert fyrir heilsu þína.
Endurvekjum það sem vekur áhuga og heillar
Manstu þegar þú varst hædd/ur við að taka áhættu en ert nú hrædd/ur við að geta ekki tekið. Finnurðu fyrir því að fyrirheit um ævintýri kalli á þig? Hvað er það að segja þér?
Að þróa andlegt sjálf okkar
Hvernig tekurðu á móti ,,töfrum dagsins í dag”? Hversu mikið er ,,nóg” í dag? Allar þessar spurningar og margar fleiri hjálpa okkur við að finna hvar erum stödd í dag og sýna okkur hvar við höfum verið. Þær hjálpa okkur að teygja okkur í átt að því sem við viljum vera og erum að verða. Lífið er skapandi ferli og við erum að skapa okkur sjálf á hverjum degi. Og við eigum að koma fram við sjálf okkur sem glæsilegt verk í vinnslu.