Eignast börn á sextugsaldri

Frá aldamótum hafa tvær konur komnar yfir fimmtugt eignast börn hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Önnur þeirra var frumbyrja en hin hafði eignast börn áður. Engin kona komin yfir fimmtugt eignaðist börn hér á landi áratugina á undan. Nítján konur á aldrinum 45 til 49 ára eignuðust börn árið 2013, sem er gríðarleg fjölgun frá aldamótaárinu þegar þær voru fjórar. Af börnunum 19 sem fæddust árið 2013 voru 7 fyrstu börn mæðra sinna.

Mæðrum í hópi 50+ fjölgar

Sarajean Grainson  eignaðist þrjú börn eftir fimmtugt  með seinni manni sínum.  Af fyrra hjónabandi átti hún þrjú uppkomin börn

Sarajean Grainson eignaðist þrjú börn eftir fimmtugt með seinni manni sínum. Af fyrra hjónabandi átti hún þrjú uppkomin börn

Mæður eru að eldast, bæði á Íslandi og í hinum vestræna heimi. Elsta kona sem hefur eignast barn svo vitað sé, er Rajo Devi á Indlandi en hún ól sitt fyrsta barn sjötug að aldri árið 2008. Í grein á bandarískavefnum aarp.org er fjallað um mæður yfir fimmtugt. Þar kemur meðal annars fram að í Bandaríkjunum sé vaxandi tilhneiging í þá átt að konur eldri en fimmtugar eignist börn. Árið 2013 fæddust að jafnaði 13 börn á viku í Bandaríkjunum sem áttu mæður sem voru fimmtugar eða eldri. Samkvæmt upplýsingum bandarískra heilbrigðisyfirvalda jókst fjöldi kvenna á aldrinum 50 til 54 ára sem eignuðust börn um 165 prósent frá því um aldamót og til loka árs 2013. Árið 2000 eignuðust 255 konur á þessu aldursbili börn í Bandaríkjunum, 13 árum síðar voru þær 677.

Fá gjafaegg

Stöðugar framfarir í tæknifrjóvgunum gera konum kleift að eignast börn á sextugsaldri. Flestar konur sem eru orðnar fimmtugar og hyggja á barneignir fá gjafaegg sem eru frjóvguð og komið fyrir í legi þeirra.Meðalaldur kvenna við tíðahvörf eru 51 ár. Frjósemi byrjar að dala þegar konur eru orðnar 30 ára og við 45 ára aldur eru flestar komnar úr barneign. Um tíu prósentum kvenna á sextugsaldri er ráðið frá því að fara í tæknifrjóvgun, oftast vegna þess að þær eru með of háan blóðþrýsting eða æxlismyndanir í legi.

Áhættuþættir sem tengjast meðgöngu

Nokkri áhættuþættir tengjast hækkandi aldri mæðra svo sem hár blóðþrýstingur, sykursýki og meðgöngueitrun. Það þarf því að fylgjast náið með verðandi mæðrum á miðjum aldri og sömuleiðis þarf að fylgjast vel með þeim að lokinni fæðingu. Börnum þessara kvenna heilsast yfirleitt vel og hætta á Downs heilkenni er til mynda talin lítil því börnin eru getin með gjafaeggjum frá mun yngri konum. Flestar konur sem komnar eru yfir fimmtugt og vilja eignast börn eru velmenntaðar og í góðum efnum enda kostar hver tæknifrjóvgun í Bandaríkjunum á bilinu þrjár til fjórar milljónir íslenskra króna.Ekki eru þó allir á eitt sáttir um að það sé rétt að konur á sextugsaldri séu að eignast börn. Í skoðanakönnun þar sem 2000 manns voru spurðir í Bretlandi sögðust 75 prósent þátttakenda vera á móti því að konur væru að eignast börn utan hefðbundins barneignaldurs. Aðrir telja þó að hver og einn eigi að fá að ráða því hvort og hvenær þeir eignist börn.

Of fullorðin

Frieda Birnhaum í Bandríkjunum eigaðist tvíbuara þegar hún var sextug

Frieda Birnhaum í Bandríkjunum eigaðist tvíbuara þegar hún var sextug

Frieda Birnhaum í Bandríkjunum eigaðist tvíbuara þegar hún var sextug. Henni hafði verið neitað um aðstoð við að eignast börn í Bandaríkjunum því hún þótti of fullorðin. Hún og eiginmaður hennar Ken ákváðu að fara til Suður-Afríku þar sem hún gekkst undir tæknifrjóvgun. Til að fá hana urðu þau að ljúga til um aldur Friedu. Sumar konur eignast sitt fyrsta barn eftir fimmtugt, þær hafa í mörgum tilfellum lagt áherslu á starfsframa fremur en barneignir. Aðrar hafa eignast nýjan maka og langar að ala honum börn. Sumum finnst einmannalegt þegar börnin eru farin að heima og langar að eignast fleiri börn. Enn aðar eru einhleypar og aðar eru í sambandi við aðra konu. Allar þessar konur sem eru á miðjum aldri eða eldri , eiga hins vegar sameiginlegt að langa til að ganga með barn og koma því heiminn, í stað þess að ættleiða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn janúar 8, 2015 17:51