Kartöfluklattar, einn stór eða margir litlir

Kartöfluklattar ganga sem meðlæti með öðru eða sem réttur einn og sér með góðri sósu og grænu salati.

500 g stórar kartöflur

3-5 hvítlauksrif, marin

1-2 tsk. ferskt tímían

1/2 tsk. svartur, nýmalaður pipar

1/2 tsk. Maldon salt

1 dl olíla

Kreistið safann úr kartöflunum  og setjið strimlana í skál með kryddinu. Blandið vel saman. Hellið helmingnum af olíunni á viðloðunarfría pönnu og hitið. Setjið einn strimil út í og sjáið þegar olían er hæfilega heit. Hellið þá öllm kartöflustrimlunum á pönnuna. Dreifið úr þeim með pönnukökuspaða og þrýstið þeim niður og steikið í 5 mínútur. Setjið flatan disk yfir pönnuna. Snúið henni og haldið við kartöflurnar. Hellið afganginum af olíunni á pönnunni og hitið og rennið kartöflunum í pönnuna og steikið í 5 mínútur til viðbótar. Sttjið kartöflurnar í ofnskúffu og bakið í 10 mínútur við 180 C. Svo er hægt að móta minni skammta og baka þannig. Með klöttunum er tilvalið að bera eftirfarandi kalda sósu:

Köld sósa

1 dós sýrður rjómi

2 hvítlauksrif, marin

2 tsk. hnetusmjör

1 msk. sojasósa

Blandið öllu vel saman.

Ritstjórn febrúar 13, 2022 11:34