Sérframboð hafa ekki skilað miklum árangri
Ólafur Þ. Harðarson prófessor segir aðrar aðferðir stundum hafa gefist betur í baráttu eldri borgara.
Ólafur Þ. Harðarson prófessor segir aðrar aðferðir stundum hafa gefist betur í baráttu eldri borgara.
Umræða um sérframboð eldri borgara til Alþingis er ekki ný af nálinni og á landsfundi Landssambandsins á Selfossi í maí síðastliðnum var samþykkt tillaga um að stjórn Landssambandsins kannaði hvort eldri borgarar ættu að bjóða fram sérlista í kosningunum framundan.