Friðfinnur Hallgrímsson opnar sýningu í Gallerí Göngum laugardaginn 9.ágúst kl 16-18. Hann lærði málaralist í Myndlistarskóla Kópavogs í 3 ár og hefur einnig sótt  námskeið hjá Guðfinnu Hjálmarsdóttur myndlistarmanni .

Friðfinnur vinnur alfarið með olíu á striga og eru myndirnar sem valdar eru á þessa sýningu gerðar á árunum 2018 til 2025.

Þetta er önnur sýning Friðfinns. Til sýnis nú eru 30 myndir, aðallega landslagsmyndir en einnig fuglamyndir. Sýningin stendur til loka ágústmánaðar og er opið þriðjudaga til fimmtudaga kl 10-16 og á föstudögum til klukkan 15. Auglýst er á facebókarsíðu gallerísins ef opið er um helgar.

Allir eru hjartanlega velkomnir!