Óhætt er að segja að ljúfir tónar muni hljóma á Borgarbókasafninu næstu tvo daga.
Tríóið Strengir flytur sígildar perlur eftir nokkra af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar á tónleikaröðinni Dægurflugur í hádeginu á Borgarbókasafninu.

Að þessu sinni ætlar tríóið Strengir, sem er skipað Braga Árnasyni, Páli Sólmundi Eydal og fyrrnefndum Leifi, að flytja lög frá árunum 1964-1998 eftir ástsæla tónlistarmenn á borð við Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, KK og Villa Vill.
Fyrri tónleikarnir verða á Borgarbókasafninu Gerðubergi núna á föstudaginn 17. október kl. 13:15 og þeir seinni á Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 18. október kl. 13:15.
Nánar um tónleikana á heimasíðu Borgarbókasafnsins