Ljúfir tónar í Gerðubergi

Óhætt er að segja að ljúfir tónar muni hljóma á Borgarbókasafninu næstu tvo daga.
 
Tríóið Strengir flytur sígildar perlur eftir nokkra af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar á tónleikaröðinni Dægurflugur í hádeginu á Borgarbókasafninu. 
Dægurflugur í hádeginu er tónleikaröð sem Borgarbókasafnið stendur fyrir í samstarfi við Leif Gunnarsson kontrabassaleikara. Þar kemur fram margt af okkar helsta tónlistarfólki og á tónleikunum gefst Reykvíkingum tækifæri til að koma saman, hitta félaga, njóta tónlistar og spjalla við tónlistarfólkið eftir tónleika.
Að þessu sinni ætlar tríóið Strengir, sem er skipað Braga Árnasyni, Páli Sólmundi Eydal og fyrrnefndum Leifi, að flytja lög frá árunum 1964-1998 eftir ástsæla tónlistarmenn á borð við Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, KK og Villa Vill.
Fyrri tónleikarnir verða á Borgarbókasafninu Gerðubergi núna á föstudaginn 17. október kl. 13:15 og þeir seinni á Borgarbókasafninu Spönginni laugardaginn 18. október kl. 13:15.
Nánar um tónleikana á heimasíðu Borgarbókasafnsins