Tony Bennett gefur út síðustu plötuna 95 ára

Tony Bennett, djasssöngvarinn ástsæli, fagnaði 95 ára afmæli sínu í gær, 3. ágúst. Hann og Lady Gaga vinna nú að upptöku á nýrri plötu í tilefni afmælisins, en platan skartar lögum eftir Cole Porter og er helguð minningu hans. Platan er sögð sú síðasta á ferli Bennetts.

Heiti plötunnar var opinberað í gær, „Love for Sale“ (Ást til sölu). Hún er önnur platan frá tvíeykinu en sú fyrri, „Cheek to Cheek“, kom út 2015 og sló í gegn.

MTV frumsýnir myndband með laginu „I Get A Kick Out Of You“ á föstudaginn kemur.

Bennett og Gaga komu fram á kvöldtónleikum í gær í Radio City Music Hall í New York þar sem þau fluttu lög af plötunni. Þau verða með aðra tónleika á sama stað á morgun, fimmtudag, en þeir eru sagðir þeir síðustu á ferli Bennetts.

Í febrúar sl. sendi fjölskylda Bennetts frá sér tilkynningu um að söngvarinn hefði greinst með minnisglöp fyrir fimm árum. Hann hélt þó tónleikahaldi sínu áfram samkvæmt áætlun fram á vor.

Í tilefni af 95 ára afmæli Bennetts hefur fjöldi frægra listamanna birt afmæliskveðjur á samfélagsmiðlum, þar á meðal Paul McCartney.

Lagalistinn fyrir plötuna „Love for Sale“ hefur verið birtur:

1 – It’s De-Lovely
2 – Night and Day
3 – Love For Sale
4 – Do I Love You
5 – I Concentrate On You
6 – I Get a Kick Out of You
7 – So In Love
8 – Let’s Do It
9 – Just One of Those Things
10 – Dream Dancing
11 – I’ve Got You Under My Skin (DELUXE-útgáfa)
12 – You’re The Top (DELUXE-útgáfa)

Ritstjórn ágúst 4, 2021 16:44