Kynning

Sköpunarsmiðja fyrir listafólk, fagfólk og skjólstæðinga sem og aðra forvitna

Sköpunarsmiðjan Tólf spora ævintýri er námskeið sem Björg Árnadóttir hefur þróað í mörg undanfarin ár. Um er að ræða 12 klukkustunda námskeið sem næst verður haldið í Reykjavík helgina 14. til. 16. nóvember 2025
Smiðjuna sækir listafólk, fagfólk og fólk sem leitar lausna við margvíslegum vanda, auk þeirra sem einfaldlega eru forvitnir um ævintýrið. 
Það hefur reynst gott og gefandi fyrir ólíka hópa að njóta smiðjunnar saman.
 
 
Um Sköpunarsmiðjuna
 
Notaðar eru aðferðir ritlistar, myndlistar og sviðslista, leiddrar hugleiðslu og skapandi samtala til að kafa í þrjár vel þekktar sjálfskoðunaraðferðir; Hetjuferðina (The Hero’s Journey), Sporin tólf og Leið Listamannsins (The Artist’s Way).
Aðferðirnar eru speglaðar hver í annarri enda feta þær í raun allar sömu braut til aukins sjálfskilnings og þroska.
 
Hver er Björg?
Björg er listgreinakennari til 40 ára, með meistarapróf í menntunarfræðum skapandi greina.
Á vegferð minni hef ég kennt fjölda brothættra og berskjaldaðra hópa, sérfræðingum á sviði jaðarsetningar, listafólki og listgreinakennurum auk alls almennings víða um lönd. 
 
Í fyrra hlaut ég alþjóðlegu viðurkenninguna GlobalWIIN 2024 fyrir samfélagslega nýsköpun við þróun skapandi, valdeflandi og inngildandi kennsluaðferða.