Að fela peninga verra en framhjáhald

 Að greina ekki frá slæmri fjárhagsstöðu eða eiga peninga inn á bankareikningum eða hlutafé sem enginn veit af nema þú virðist ekki skaða nokkurn mann eða hvað? Samkvæmt könnun sem CredidCards.com gerði fyrir ekki svo löngu telur næstum einn af hverjum fjórum þeirra sem komnir eru yfir sextugt slíkt vera alvarlegt trúnaðarbrot í sambandi eða hjónabandi. Alvarlegra en framhjáhald.  Frá þessu er greint á vefnum considerable.com.  Það er hins vegar nokkuð misjafnt á milli aldurshópa hvernig fólk lítur á slíkan laumupokahátt.

Baby boomers kynslóðin eða (þeir sem fæddir eru eftir seinna stríð) eru samkvæmt í könnun CredidCards.com ekki nærri jafn líklegir til að fela peninga eða leyna fjárhagsvandræðum og aldamótakynslóðin (þeir sem fæddir eru 1982 til 2004). Einungis fimmtán prósent eldra fólksins sögðust fela peninga eða skuldir fyrir maka sínum á móti 28 prósent þeirra yngri.

Það er samt sem áður ekki alltaf illur ásetningur sem veldur því að fólk leynir því að það eigi peninga inn á bankareikningum stundum er fólk einfaldlega að safna fyrir einhverju til að gefa maka sínum einhverju sem kostar umtalsverða peninga eða fólk er að safna til efri áranna. Það hefur kannski hugsað sér að hætta að vinna á undan maka sínum en vill ekki verða fjárhagsleg byrði á honum.

Það getur hins vegar verið gríðarlegt áfall fyrir fólk að komast að því að skuldastaða heimilisins er mun meiri en það hélt. Fótunum er hreinlega kippt undan þeim sem var leyndur hinni raunverulegu fjárhagslegu stöðu. Fólk spyr líka ef maki minn var að leyna mig þessu, er hann þá að fara á bak við mig á fleiri sviðum.

Það var  annar hróplegur munur sem kom fram í rannsókninni á þessum tveimur hópum. Því tæplega 30 prósent sambúðarfólks eða hjóna sem tilheyra yngri hópnum halda fjármálum sínum aðskildum, en 15 prósent af eldra fólkinu.

Ritstjórn mars 13, 2019 08:26