Tengdar greinar

Að komast hjá deilum við tengadótturina

Samband tengdamæðra og tengdabarna, einkum tengdamæðra og tengdadætra, er oft til umræðu og um það hafa jafnvel verið skrifaðar heilu bækurnar. Líklega eru þessi sambönd oftar en ekki ágæt, en það getur verið erfitt  fyrir fjölskyldu ef tengdaforeldrum og tengdabörnum semur ekki.  Í grein á bandaríska vefnum Sixtyandme, er fjallað það hvernig tengdamæður eigi að komast hjá því að standa í deilum við tengdadæturnar. Þar segir að ef samband tengdamóðurinnar við son sinn sé gott, ætti hún að vera fær um að sleppa af honum takinu og leyfa honum að lifa eigin lífi.

Mikilvægast að leyfa parinu að vera í friði

Það er talið alveg nauðsynlegt að tengdamóðirin taki skref aftur á bak og leyfi parinu að vera í ró og næði. „Móðirin verður að taka tillit til og virða þá staðreynd að sonur hennar er kominn með eiginkonu. Þau eru að byggja upp líf sitt og heimili og til þess þurfa þau næði“, segir í greininin.

„Að fara að skipta sér af einkamálum þeirra er ekki boðlegt.  Tengdamóðirin á ekkert með að vera með nefið niðrí í einkamálum parsins eða reyna að draga viðkævmar upplýsingar upp úr syni sínum.  Margar tengdamæður halda því fram að það sé enginn áhugi á að nýta þeirra þekkingu og þær verða að sætta sig við það“.

Ekki hrifnar af að tengdamóðirin stjórni

Ef tengdamóðurinni er ekki treyst kemur það verst niður á henni sjálfri og getur valdið ágreiningi.  Í greininni er sagt að tengdadóttirin sé ekki hrifin af því ef eiginmaðurinn leyfi móður sinni að hafa áhrif á sambandið eða skipta sér af því. Allra best sé, að gefa einungis ráð þegar beðið sé um það.

Sonurinn sé skuldbundinn eiginkonu sinni. Þó hann hafi enn pláss fyrir móður sína í daglegu lífi, er hann samt á fullu skriði að byggja upp líf sitt með eiginkonunni. Það þurfi að bera virðingu fyrir þeirri staðreynd, annars verði tengdadæturnar óöruggar. Þeim líði best þegar afskipti tengdamóðurinnar séu í lágmarki.

Þrýstingur foreldra og systkina

Foreldrar og systkini beggja megin geta eyðilagt samband með þrýstingi sem er sprottinn af öfundsýki og samkeppni. Það getur gerst ef móðir brúðarinnar þrýstir á dóttur sína vegna öfundar út í samband hennar við tengdamóðurina.

Sumar mæður gera sitt besta til að dætur þeirra verði ekki of nánar tengdamóður sinni og leggja að dætrum sínum að halda samskiptum við þær í lágmarki.  Mágkonur geta líka verið öfundsskjúkar. Um þetta segir greinarhöfundurinn.

„Móðir mín vildi alls ekki að ég yrði náin tengdamóður minni.  Hún vildi fylgjast með öllum okkar samskiptum.  Á endanum hætti ég að  segja henni frá því þegar ég eyddi tíma með tengdamóður minni til að halda friðinn“.

Það er skynsamlegra að sætta sig við breytingar í samskiptum og vera eins sanngjarn. Það er gott að stilla væntingum í hóf.  Að hafa ekki of miklar væntingar þýðir að vonbrigðin verða ekki mikil.

Tengadmóðirin tapar mest í slæmu sambandi. 

Það er að mati greinarhöfundar tengdamóðirin sem þarf að gefa mest eftir í samskiptum við unga parið. Hún tapar nefnilega mestu ef sambandið við þau er ekki gott. Tengdamæður sjái oft alla heildarmyndina og vilji ekki slíta sambandi við synina eða barnabörnin.

Óttinn við að missa sambandið við þau sé raunverulegur hjá tengdamæðrum. Þar sem þær eru eldri og lífsreyndari átti þær sig á nauðsyn þess að halda friðinn, til að halda sambandinu við fólkið sitt.

Góðu fréttirnar eru þær að ef vel tekst til, kunni tengdadætur vel að meta tengdamæður sínar og sjái mikilvægi þeirra í fjölskyldunni. Hringurinn lokist

Ritstjórn apríl 27, 2021 07:55