Dásemdar bláberja eftirréttur

Það er nóg af bláberjum þetta haustið og því ekki að gera eftirrétt. Við fundum þessa uppskrift á vefnum allskonar.is. Uppskriftin er fyrir fjóra til sex eftir því hve stór glös eru notuð.

  • Panna cotta
  • 2 dl rjómi
  • 3 msk sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 3 blöð matarlím
  • 90 gr sýrður rjómi (1/2 dós)
  • Berjafrauð
  • 2.5 dl bláber
  • 1 msk sykur
  • 3 blöð matarlím
  • 1.5 dl rjómi, þeyttur
  • Bláber til skreytingar

Byrjið á að útbúa panna cotta, neðsta lagið. Leggið matarlímsblöðin í skál með köldu vatni. Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í pott og hitið að suðu, slökkið undir og látið kólna örlítið. Setjið matarlímsblöðin út í og þeytið vel saman.

Hrærið sýrða rjómanum vandlega saman við. Setjið blönduna í fjögur eða sex glös og kælið.

Eftir u.þ.b. klukkustund er hægt að útbúa frauðið.

Maukið bláberin í matvinnsluvél. Setjið í pott með sykri og hitið vel, sykurinn þarf að leysast upp, þetta þarf því ekki að sjóða. Kælið. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn á meðan þau eru að mýkjast er rjóminn þeyttur.

Hrærið matarlíminu vel og vandlega saman við maukið. Þegar maukið hefur kólnað er því hrært varlega saman við þeytta rjómann svo að blandist vel. Hellið ofan á panna cotta lagið í glösunum. Setjið inn í ísskáp og látið stirðna. Það getur tekið  allt að klukkustund.

Dreifið ferskum berjum ofan á blönduna áður en hún er borin fram.

 

Ritstjórn ágúst 23, 2019 07:31