Ekki öskra á þann sem heyrir illa

Mannamót geta verið erfið fólki með skerta heyrn. En það er margt sem vinir og vandamenn geta gert, til að gera þeim einstaklingum lífið léttara á slíkum stundum. Hér eru nokkur ráð sem birtust á systurvef Lifðu núna aarp.com, sjá hér.

1. Náðu athygli. Ekki byrja að tala fyrr en þú ert viss um að manneskjan sem heyrir illa hafi tekið eftir þér. Ávarpaðu hana eða hann með nafni, reyndu að standa við hlið hans eða hennar þar sem heyrnin er betri og snertu hönd, handlegg eða öxl mjúklega til að gefa til kynna að samræður séu byrjaðar.

2. Dragðu úr bakgrunnshljóðum. Slökktu á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ekki byrja að tala á meðan þú ert að gera eitthvað sem veldur hávaða, eins og til dæmis að tæma uppþottavélina. Ef þið eruð stödd á skrifstofu eða eihverjum opinberum stað, reyndu þá að finna rólegt horn þar sem ekki er ónæði.

3. Láttu andlit þtt sjást greinilega. Svipbrigði þín og annað látbragð hjálpa hlustanda þínum mikið við skilning. Best er að þú komir þér fyrir um einum til tveimur metrum beint fyrir framan hann. Sé lítil birta í rýminu kveikir þú meira ljós. Reyndu að bera ekki hendur þínar að anditi.

4. Auðveldaðu varalestur. Heyrnaskertir þurfa að sjá munn þinn til að skilja þig. Ekki borða, tyggja tyggigúmmí og ekki reykja á meðan þú talar. Vertu meðvitaður um að skegg getur hulið munn þinn. Vertu viss um að það sé engin bein lýsing fyrir aftan þig.

5. Talaðu eðlilega. Það að æpa getur bjagað hljóm orðanna sem þú ert að koma frá þér og sama á við um ýktan framburð. Þér er óhætt að hækka róminn aðeins en ekki nema lítið eitt. Talaðu á þeim hraða sem þér er eiginlegt, ekki of hratt og ekki of hægt. Eigi hlustandinn erfitt með að heyra hvað þú ert að segja, gætirðu reynt að tala með stuttum hléum.

6. Umorða í stað þess að endurtaka. Skilji hlustandinn ekki orð eða setningu er betra að reyna að segja hlutina með öðru orðalagi. Ekki endurtaka það sama í sífellu. Taktu smá stund í að útskýra umræðuefnið ef einhver heyrnaskertur bætist í hópinn.

7. Láttu hópinn hjálpa til. Ef hópurinn sest til borðs vertu þá viss um að sá  heyrnarskerti sitji þannig að hún eða hann sjái framan í sem flesta í hópnum, borðsendinn er heppilegur. Þá er gott að fólk tali ekki hvert í kapp við annað eða að margar samræður eigi sér stað í einu.

8. Að láta vita. Fólk með heyrnarskerðingu gæti átt það til að kinka kolli eins og það hafi skilið það sem verið var að segja því. Ef þig grunar að hlustandinn hafi ekki náð því sem þú varst að segja skaltu spyrja hvort hann hafi skilið og ef svo er ekki, reyndu að koma upplýsingunum til skila með styttri og skýrari setningum.

Ritstjórn nóvember 25, 2015 10:47