Frítt inn í Listasafn Reykjavíkur

Þann 18. maí verður Alþjóðlegi safnadagurinn 2025 haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Frítt verður inn í öll safnhús Listasafns Reykjavíkur og boðið upp á fjölskylduviðburð í garðinum við Ásmundarsafn. Söfnin eru opin frá 10-17 á morgun og eru: Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Ásmundarsafn við Sigtún og Kjarvalstaðir.

Ritstjórn maí 16, 2025 16:07