Tengdar greinar

Grænemeti fyrir augun

Sjónin breytist með hækkandi aldri og hættan á augnsjúkdómum eykst. Það er hins vegar hægt að bæta sjónina og draga úr líkum á ýmsum sjúkdómum svo sem kölkun í augnbotnum og skýi á auga með því að borða lúteinríka fæðu. Þetta kemur fram á vef danska ríkisútvarpsins Lev nu. Lifðu núna stytti og endursagði.

Stjórnendur þáttarins Sundhedsmagasinet sem sýndur er í danska sjónvarpinu fengu tvo einstaklinga til að borða 300 grömm af grænmeti á dag sem innihélt hátt hlutfall af lúteini. Á fimm vikum tvöfaldaðist magn lúteins í blóði þeirra en það gæti til lengri tíma bætt sjón þeirra. „Ég er hissa á hversu auðvelt er að tvöfalda magn lúteins í blóði,“ segir Torben Lykke Sørensen, auglænir í viðtali við DR.

Líkaminn framleiðir ekki lútein sjálfur en það finnst í mismunandi tegundum grænmetis, svo sem spínati, salati, grænkáli, baunum, brokkolí, gulrótum og einnig í ávöxtum svo sem við ferskjum og mandarínum.

Algengustu augnsjúkdómar sem herja á eldra fólk er hrönun í augnbotnum og ský á auga. Tilraunir sýna að ef við borðum lútein ríka getur dregið úr líkum á  augnsjúkdómum eða að minnsta kosti hægt á þeim. Sjúklingar spyrja mig oft að því hvort þeir geti gert eitthvað sjálfir til að bæta augnheilsu sína. Ég bendi þeim á að borða fleiri tegundir af grænmeti til að auka lúteinmagn í blóðinu. Það er gáfulegra að borða grænmeti en að taka töflur, segir Torben Lykke Sörensen.

Ritstjórn ágúst 21, 2017 14:42