Hakkabuff er einn af þessum réttum sem við köllum ,,notalgíumat“ eða maturinn eins og amma gerði. Við, sem erum komin á miðjan aldur og yfir, kunnum að meta þennan mat en langar oft að bæta einhverju við án þess að umbylta réttinum. Meðlætið með hefðbundnu hakkabuffi eins og amma gerði var steiktur laukur í smjöri og kartöflur.
Uppskrift fyrir sex:
handfylli spínat, skorið gróft
1/2 bolli mjólk
1 egg
1 kúrbítur, rifinn í grófu rifjárni
1/2 bolli haframjöl
salt og nýmalaður pipar
1 tsk. madras karrí ef vill
Blandið öllu saman og þjappið í bollur eða flatar pönnukökur að vild. Hitið olíu á pönnu og steikið á góðum hita í 1 mín. á hvorri hlið eða þar til þær hafa brúnast svolítið.
Buffið:
Blandið saman 400 g nautahakki, einu eggi, 2 msk. ólífuolíu og 4 msk. haframjöli, salti og pipar. Búið til hakkabuff og steikið á pönnu, sneiðið lauk, gulan og/eða rauðan og steikið í potti í olíu og smjöri þar til hann er orðinn glær. Bætið smjöri saman við til að bera fram með hakkabuffinu.