Grillaðir bananar í sumarveisluna

60 g makrónur, gróft muldar

2 msk. möndluflögur, þurrristaðar

3 msk. smjör, brætt

1 vanillustöng,

40 – 50 g dökkt súkkulaði, saxað

4 bananar

2 msk. olía

Skafið innan úr vanillustönginni og blandið öllu nema banönum í skál. Skerið banana í tvennt eftir endilöngu. Penslið bananakjötið með olíu og grillið helmingana í stutta stund með sárið niður. Snúið þeim við og látið bakast svolitla stund á grillinu. Skiptið möndlumunlningnum á milli banananna og lokið grillinu í svolitla stund svo mulningurinn bakist aðeins. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Ritstjórn júní 29, 2024 07:00