Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum sem felur í sér verulegar tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum tók gildi í dag. Með reglugerðinni hefur m.a. verið slakað til muna á kröfum um grímuskyldu sem hefur m.a. verið felld niður í verslunum og á vinnustöðum. Þó er skylt að bera grímu við tilteknar aðstæður. Til leiðbeiningar hefur heilbrigðisráðuneytið tekið saman spurningar og svör um grímunotkun, hvenær þurfi að bera grímu og hvenær ekki, sem fólk er hvatt til að kynna sér. Þetta segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Það er gagnlegt að skoða þessar leiðbeiningar, enda eru margir óöruggir um hvar þeir eigi að nota grímur og hvar ekki. Fyrsta svarið í leiðbeiningunum frá heilbrigðisráðuneytinu við spurningunni, hvenær eigi að nota, grímu hljóðar þannig:
Þar sem húsnæði er illa loftræst eða ekki er hægt að tryggja nálægðartakmörkun svo sem í heilbrigðisþjónustu, innanlandsflugi og ferjum, almenningssamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum, í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og annarri sambærilegri starfsemi. Einnig á að nota grímur á sitjandi viðburðum (athöfnum trú- og lífskoðunarfélaga, sviðslistar-, menningar- og íþróttaviðburðum, ráðstefnum, fyrirlestrum og sambærilegum viðburðum).
Skoðið fleiri spurningar og svör með því að smella HÉR.