Jólalistamarkaður í Listasal Mosfellsbæjar

Laugardaginn 22. nóvember kl. 14-16 opnar Jólalistamarkaður Mosfellsbæjar dyr sínar. Þar sýna og selja yfir 60 listamenn fjölbreytt verk; allt frá málverkum og teikningum til skúlptúra, textíls, keramik og smáhluta. Þarna er fullkomið tækifæri til að finna einstaka jólagjöf með listrænum blæ.
Jólalistamarkaðurinn verður opnaður með hátíðlegri stemningu í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 22. nóvember milli kl. 14-16. Þar geta gestir notið fjölbreyttrar listar, spjallað við listamennina sjálfa og fundið jólastemninguna í hlýlegu og skapandi umhverfi. Öll verk eru til sölu, og rennur allur ágóði beint til listamannanna sjálfra. Gert er ráð fyrir að sýningin taki breytingum meðan á henni stendur, þegar verkin á veggjun-um fá nýja eigendur og önnur koma í þeirra stað.
Listasalur Mosfellsbæjar staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, og er opinn á opnunartíma safnsins. Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á sviðinu.
Jólalistamarkaðurinn var haldinn í fyrsta skipti árið 2024 og kom í til í framhaldi af sam-þykkt Menningar- og lýðræðisnefndar um að síðasta sýning ársins yrði listaverkamarkað-ur í stað hefðbundinnar sýningar. Hugmyndin kom frá íbúa, þótti áhugaverð og til þess fallin að styðja við listafólk í bænum auk þess að gefa lítt reyndari listafólki tækifæri á að sýna verk sín.
Jólalistamarkaðurinn stendur fram til 19. desember og er opinn öllum gestum. Aðgangur er ókeypis.
Hlekkur á viðburð: