Jólaskreytingarnarnar eru hvítar í ár

Hvíttað jólaskraut er vinsælt þessi jólin.

 

Tískan í skreytingum fyrir þessi jól er afgerandi hvít. Flestar jólaséríur sem maður sér á trjám eða í gluggum eru með hvítum perum. Nokkrir skera sig þó úr með litaðar seríur og þegar allt kemur til alls er  stemmingin verulega jólaleg. Hver hefur sinn smekk en tískan breytist frá ári til árs og til að fá upplýsingar um það hvað sé vinsælast meðal kaupenda þessi jólin leituðum við til Helgu Kristjánsdóttur í Blómasmiðjunni í Grímsbæ við Bústaðaveg.

Helga segir að nú sé náttúran mikið notuð í blómaskreytingarnar. Greinar, könglar og annað skraut sé hvíttað enda sé hvíti liturinn allsráðandi þessi jólin en jólasnjó sé gjarnan úðað á skraut.

Skrautið endurnýtt

Helga og jólaskreytingarnar sem nú bera litina hvítur, grænn og brúnn eins og sést.

Helga segir að skreytinarnar séu gjarnan búnar til þannig að hægt sé að geyma þær á milli ára og segir að einfalt sé að skipta um liti í slaufum og kertum og endurnýja skreytinguna þannig. Og af því að nú sé hvíti liturinn afgerandi sé skemmtileg að brjóta hann upp með einum sterkum lit.

Ritstjórn desember 21, 2017 14:57