Lifðu núna horfið af facebook

Kæru lesendur,

Við urðum fyrir því að facebook-síða Lifðu núna og ritstjóra vefjarins voru yfirteknar af hakkara um helgina. Þrátt fyrir viðleitni og mikla vinnu tókst ekki að bjarga síðunum og í dag varð ljóst að þessir óprúttnu aðilar höfðu eytt báðum síðunum. Verið er að vinna í að setja upp nýja síðu fyrir Lifðu núna. Ef þið rekist á áhugavert efni á vefnum meðan unnið er að því að koma þessu í lag væri að vekja athygli á því vegna þess að efnið dreifist minna meðan facebook liggur niðri.

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna.

Ritstjórn febrúar 12, 2024 18:56