Tengdar greinar

Lýst eftir gráum hermönnum

Kolbrún Pálsdóttir

„Við erum með hátt í  90 skráða félaga á Dalvík Árskógsströnd og í Svarfaðardal. Starfsemin er fjölbreytt og lífleg en ég lýsi eftir fleirum af yngri kanti eldri borgara í byggðarlaginu. Endurnýjunin mætti vera meiri. Ég vil sjá gráa herinn á svæðinu ganga til liðs við okkur!“ Þetta segir Kolbrún Pálsdóttir formaður félags eldri borgara í Dalvíkurbyggð í samtali við vefsíðu Landssambands eldri borgara. www.leb.is

Þar segir jafnframt að það komi reyndar fáum á óvart sem þekkja á annað borð til á Dalvík að einmitt Kolla Páls skuli vera í forsvari þessa félagsskapar.

Hún hefur áratugum verið saman verið drifkraftur í félagsmálastarfi af ýmsum toga og komið víða við nema þá helst í hestamannafélaginu og í harðlæstum karlaklúbbum. Þannig starfaði hún í deildum Rauða krossins og Slysavarnafélags Íslands á Dalvík tók þátt í að stofna garðyrkjufélag var lengi í sóknarnefnd og í nefndum á vegum sveitarfélagsins.

Hún starfaði lengi á Dalbæ heimili aldraðra og beitti sér fyrir því árið 1990 ásamt Halldóri Guðmundssyni þáverandi framkvæmdastjóra Dalbæjar að stofnað yrði félag aldraðra í plássinu. Kolla gekk samt sjálf ekki í félagið fyrr en löngu síðar enda vann hún til 74 ára aldurs og hafði líka öðrum félagsmálahnöppum að hneppa. En um leið og hún steig inn fyrir þröskuld félags eldri borgara var hún fljótlega valin í stjórn og kjörin formaður stjórnar 2017.

Smellið hér til að lesa greinina í heild og heyra hvað Kolbrún hefur fyrir stafni og hvað FEB á Dalvík er að fást við um þessar mundir.

Ritstjórn febrúar 11, 2019 11:58