Mynd um Leonard Cohen og norska kærustu hans

Á vefsíðu Bandarísku eftirlaunasamtakanna AARP er iðulega verið að benda á kvikmyndir, sem kallaðar eru kvikmyndir „for grown-ups“. Margar þessara mynda berast til Íslands á einhverjum tímapunkti og sumar hafa þegar gert það.  Núna er á vefsíðunni listi yfir sumarsmelli fyrir fullorðna, þ.e. myndir sem eru frumsýndar í sumar, eða voru frumsýndar fyrr á árinu. Myndirnar fá einnig stjörnur og er hæsta einkunnin hjá AARP fimm stjörnur.

Marianne og Leonard: Ástarorð, eða Words of Love, fimm stjörnur. Nick Broomfield sem nú er rúmlega sjötugur, var ungur og efnilegur leikstjóri árið 1968. Hann átti í ástarsambandi við unga konu þegar hann dvaldi á grísku eynni Hydra. Það var Marianne Ihlen, sem einnig var ástkona Leonards Cohen, söngvarans sem samdi til að mynda lögin „Hey, That´s No Way to Say Goodbye, Bird on the Wire, This Waltz, I am Your Man og mörg fleiri. Broomfield notar myndefni frá þessum tíma í heimildamyndinni og rekur sögu Ihlens og Choen, sem varð mjög flókin eftir að Judy Collins hljóðritaði söng Cohens og gerði hann heimsfrægan. Hann átti eftir að vera með konum eins og Janis Joplin og Joni Mitchell auk fjölda annarra. . Hann gerðist Búddamunkur um nokkurra ára skeið, varð gjaldþrota, þökk sé framkvæmdastjóranaum hans, og sneri aftur á svið þegar hann var 74 ára og fékk þá 149 milljónir dollara fyrir hverja tónleikaferð. Síðasta ástarbréf hans til Ihlen, sem hann skrifaði árið 2016 þegar þau voru bæði komin að lífslokum, fær fólk til að tárast. Þrátt fyrir að Broomfield sýni líf þeirra í heldur daprara ljósi en við mætti búast, þá gerir þessi frábæra mynd það að verkum að þeir sem sjá hana óska þess að þeir séu aftur orðnir tvítugir, á grískri strönd árið 1968, og þurfi að lifa á 83 dollurum á viku. Þeir lesi við tunglsljós á kvöldin, en eyði sólardögum í að synda og elskast á tímum þegar listin átti sér engin takmörk.

Kvikmyndin Maiden, fær líka fimm stjörnur hjá AARP,

Í umsögn um hana segir að helsta hetja sumarmyndanna í ár, sé smávaxin ensk kona að nafni Tracy Edwards 56 ára gömul. Þegar hún var tvítug langaði hana til að taka þátt í siglingakeppninni Witbread Round the World. Enginn vildi hins vegar taka hana í áhöfn, ekki einu sinni sem kokk. Hún fór því af stað og tókst af eigin rammleik að safna fé til að kaupa skútu sem hún mannaði eingöngu konum. Þær tóku þátt í keppninni 1989. Þessi heimildamynd, sem blandar saman frábærum myndum úr keppninni og nýlegum viðtölum við Edwards og áhöfn hennar, er stórkostleg og á köflum hjartnæm saga, um hvernig konur taka völdin í eigin hendur. Skipsstjórinn er flókinn persóna, sem í senn, efast um eigið ágæti en trúir samt á að hún geti áorkað því sem hún ætlar sér. AARP telur þetta eina bestu myndina í sumar og þykir einsýnt að hún muni vinna til verðlauna.

Hér hafa eingöngu tvær myndir verið nefndar af þeim sem AARP taldi til sem sumarmyndir ársins. En tvær þeirra hafa þegar verið sýndar í kvikmyndahúsum hér. Þær eru

Ysterday, sem AARP gefur þrjár stjörnur. Í unmsögninni um myndina segir.

Hvað ef allir á jörðinni nema þú, væru búnir að gleyma að hljómsveitin the Beatles hefði verið til. Og þú værir söngvari go lagahöfundur sem værir að reyna að koma þér á framfæri. Myndir þú halda því fram að þú hefðir samið Bítla lögin og hljóta heimsfræð og ást yndislegrar stúlku, sem leikin er af Lily James, þeirri sem lék Lady Rose í Downton Abbey? Leikstjóri myndarinnar gerði einnig myndirnar Love Actually og Slumdog Millionaire.

Myndin um Elton John, Rocketman fær fimm stjörnur hjá AARP og  sama gildir um myndina Amazing Grace, sem fjallar um gospel tónleika Arethu Franklín árið 1972. Hún fær líka fimm stjörnur.

Með því að smella hér má sjá allan listann á ensku. Þar er að finna ýmsar athyglisverðar myndir til viðbótar

 

 

 

Ritstjórn júlí 22, 2019 14:18