Nokkrar áhugaverðar kvikmyndir

Bandaríski vefurinn AARP er oft með ábendingar um bækur eða kvikmyndir sem ætla má að eldri kynslóðin geti haft gaman af. Hér eru nokkrar kvikmyndir sem eru væntanlegar, sem þeir mæla sérstaklega með.

The Imitation Game. Þetta er mynd sem vekur mikla athygli, en hún fjallar um sérvitringinn og stærðfræðinginn Alan Turing. Time tímaritið bandaríska hefur nýlega fjallað ítarlega um myndina, en Turing var snillingur sem tókst að þýða dulmál Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var samkynhneigður en það var ekki gott hlutskipti í í Bretlandi á stríðsárunum. Benedict Cumberbatch fer með hlutverk hans í myndinni, en frægðarsól hans skín skært um þessar mundir.

Michael Keaton í kvikmyndinni Birdman

Michael Keaton í kvikmyndinni Birdman

Birdman. Mynd um leikara sem hefur sagt skilið við kvikmyndaleik í hetjumyndum. Aðalleikarinn Michael Keaton, sem áður lék í Batman-myndunum en hætti, er sagður sýna stjörnuleik þegar hann lýsir því hvernig listamaður þarf að lifa með ákvörðun sinni og angistinni sem fylgir því að koma fram að nýju og leika sitt síðasta hlutverk.

Love is strange. Mynd sem fjallar um sögu hjóna, tveggja karlmanna, sem hafa átt í sambandi í tæp 40 ár. Fjallað er um þá, líf þeirra og fjölskyldu, en sem par glíma þeir við svipuð vandamál og pör gera sem hafa verið lengi saman. Það er góður húmor í myndinni, að sögn AARP.

St. Vincent.  Myndin fjallar um geðstirðan eldri mann sem býr á Long Island.  Hann fær það verkefni að gæta drengs sem býr í næsta húsi.

Sambandi ungu hjónanna í The Theory of Everything er vel lýst

Sambandi ungu hjónanna í The Theory of Everything er vel lýst

The Theory of Everything. Myndin fjallar um stjarneðlisfræðinginn Stephen Hawking. Hann var snillingur á sínu sviði, en barðist við líkamleg veikindi.  Hér er sögð sagan af sambandi hans og eiginkonu hans.

 

 

Ritstjórn desember 19, 2014 10:00