Réttindin ekki klippt af með einu pennastriki

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, telur að fólk eigi að halda réttindum í verkalýðsfélögum lengur en nú er.  Hún var í viðtali í morgunþætti Bylgjunnar í morgun til að ræða mannréttindi eldri borgara og meðal þess sem var rætt, voru réttindi þeirra í verkalýðshreyfingunni.

Þórunn sagði mismunandi hversu lengi menn héldu réttindum sínum í stéttarfélögum. Hjá Eflingu héldu menn réttindum sínum í tvö ár, eftir að þeir létu af störfum, en í mörgum félögum hafi þau fallið alveg niður, og hjá sumum hafi þau gilt til dæmis í hálft ár eftir að menn hættu að vinna. „Ég myndi vilja sjá það, sérstaklega varðandi sjúkrasjóðinn að hann væri eyrnamerktur einstaklingum sem hefðu til að mynda greitt í sama stéttarfélagið í 10-20 ár“, sagði Þórunn. „ og að það sé ekki hægt að klippa þetta af með einu pennastriki“. Hún segir að þetta sé eitthvað sem verkalýðshreyfingin þurfi að fara að vinna í.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Þórunni í heild.

Ritstjórn febrúar 13, 2017 15:40