Söngtríóið Raddbandið syngur inn jólin

Söngtríóið Raddbandið syngur inn jólin á Borgarbókasafninu Spönginni, laugardaginn 14. desember frá kl. 13:15 – 14:00. 

Samkvæmt dagatalinu ætla söngdívur Raddbandsins að vera búnar að græja allt fyrir jólin í tæka tíð svo jólastressið nái ekki yfirhöndinni. Í ár munu þær loksins ná fullkomnum tökum á jólahátíðinni og móðurhlutverkinu. Sannkallaðar ofurkonur! Ætli þær toppi sig 14. desember? Búið ykkur undir stórskemmtilega og fyndna stund þar sem nýir textar um jólastressið og fjölskyldulífið fá að njóta sín í þéttradda útsetningum.

Raddbandið er söng- og sviðslistahópur sem var stofnaður í miðjum heimsfaraldri og er margt spennandi og fjölbreytt framundan. Sveitina skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Sigurður Helgi mun leika listir sínar á píanóið.

Ókeypis aðgangur og öll hjartanlega velkomin!

Viðburður á heimasíðu

Viðburður á Facebook

Ritstjórn desember 13, 2024 08:05