Þessi súpa er bragðmikil og verður fljótt uppáhald allra, sér í lagi unga fólksins. Með henni er gott að bera fram gott brauð eða bragðsterkar flögur eins og Doritos.
1 l tómatdjús
1/2 l vatn
3 kjúklingabringur, skornar í bita
1 laukur
2-3 paprikur, helst mismunandi litar fyrir útlitið
2 hvítlauksrif, smátt skorin
1-2 grænmetis-. og eða kjúklingateningar
1 – 2 chilialdin, skorin smátt og fræin höfð með
1 tsk. cayenne pipar
2 msk. olía
2 msk. ferskt kóríandar
valkvætt er að setja matreiðslurjóma út í. Þá mildast bragðið og mörgum þykir betra.
Hitið olíuna og látið smátt skorið chilialdinið, cayenne piparinn og kryddteninginn út í þar til ilmurinn stekkur fram. Látið tómatdjúsið og vatnið í pott og allt hráefnið þar ofan í. Blandið olíunni þá saman við og sjóðið allt saman við vægan hita í a.m.k. klukkustund. Ferska kóríanderið sett sama við og fallegt er að láta hluta af því yfir áður en súpan er borin fram. Með þessu er borinn fram sýrður rjómi og rifinn ostur ef vill, sér í lagi ef súpan er höfð mjög bragðsterk. Og ef matreiðslurjómi er settur út í er honum blandað saman við í lokin og hitað í nokkrar mínútur. Svo má nota þennan grunn fyrir hina bestu fiskisúpu og þá er kjúklingnum skipt út fyrir fisk. Þessi grunnur bregst ekki.