Tæplega hundrað bíða eftir hjartaþræðingu

Tekist hefur að stytta bið eftir hjartaþræðingu á Hjartadeild Landspítalans verulega á tiltölulega stuttum tíma. Á vef Landlæknisembættisins kemur fram að í október 2014 hafi 274 verið á biðlista, í febrúar árið eftir hafði þeim fækkað í 227. Ári síðar það er í október á síðasta ári voru 171 á biðlista.  Í janúar á þessu ári hafði fækkað enn á listanum því þá biðu 92 eftir að komast í hjartaþræðingu. Flestir þeirra sem voru á biðlistanum höfðu beðið skemur en í þrjá mánuði. Embætti Landlæknis þakkar samstilltu átaki starfsfólks Hjartadeildar hversu vel hefur gengið að stytta biðlistann.

Bið eftir hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur styst verulega. (graf Landlæknisembættið)

Biðtími eftir hjartaþræðingu á Landspítalanum hefur styst verulega. (graf Landlæknisembættið)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn febrúar 10, 2016 10:58