Þekkir þú Mínar síður hjá TR?

Hægt er að spara sér sporin þegar kemur að því að kanna réttindi sín og kjör hjá Tryggingastofnun með því að fara inn á vefinn www.tr.is  og smella þar á  Mínar síður.  Allir sem hafa íslenska kennitölu og nota rafræn skilríki geta farið inná sínar persónulegu síður hjá stofnuninni og skoðað þar hvernig mál þeirra standa. Þar er líka hægt að sækja um ellilífeyri, ef fólk er komið á þann aldur. Hægt er að sækja um lífeyri hjá TR þegar fólk er orðið 65 ára og uppfyllir þau skilyrði sem þarf, svo sem varðandi búsetu og fleira.

Fáðu aðgang að Mínum síðum fyrir foreldra þína

Ef fólk er orðið það fullorðið að það treystir sér ekki til að reka sín mál í gegnum vefsíðuna, geta aðstandendur þeirra fengið umboð til að fara inní þeirra upplýsingar til að hjálpa. Hér er hægt að smella á eyðublaðið sem þarf að uppfylla til að fá umboð.

Sótt um ellilífeyri á vefnum

Þessar upplýsingar eru mjög aðgengilegar inná Mínum síðum

Þeir sem eru komnir inná Mínar síður, geta smellt þar á umsóknir,  til að sækja um elllilífeyri og heimilisuppbót búi þeir einir. Í ákveðnum tilvikum gætu þeir einnig átt rétt á uppbót á lífeyrinn. Vefsíðan er mjög skýr og aðgengileg og menn eru í raun leiddir áfram í umsóknarferlinu. Þetta er auðvelt, en það þarf að vera búið að útbúa fylgiskjöl sem þurfa að fylgja með, svo sem tekjuáætlun, áður en umsóknin er send.  Það er mjög áríðandi að hafa allar upplýsingar um sig réttar, inná Mínum síðum. Sérstaklega á það við um netfangið, þar sem TR sendir allar tilkynningar um nýjar upplýsingar á Mínum síðum í tölvupósti til þeirra sem fá greiðslur þaðan.  Þegar farið er inná Mínar síður, eru tilkynningarnar undir fyrirsögninni Rafræn skjöl.

Hægt að breyta upplýsingum inná Mínum síðum

Tryggingastofnun sendir öllum í janúar ár hvert, tilynningu um greiðsluáætlanir. Í þeim kemur fram hvort menn skulda Tryggingastofnun fé, eða eiga inni peninga hjá stofnuninni. Fólk er líka minnt á að breyta tekjuáætluninni sinni, ef þeim sýnist upphæðirnar ekki réttar. Það má benda fólki í þessu sambandi, á þessa grein hjá Lifðu núna, um hversu nauðsynlegt það er að tekjuáætlanir sem það sendir inn séu sem réttastar. Það þarf að tíunda lífeyristekjur, atvinnutekjur og fjármagnstekjur ef þær eru til staðar.  Þeir sem eru inni á Mínum síðum geta breytt tekjuáætlun sinni hvenær sem er. Ellilífeyrir er alltaf greiddur 1. hvers mánaðar, með hliðsjón af tekjuáætluninni eins og hún var þann fimmtánda mánuðinn á undan.

Réttar upplýsingar þurfa að vera inná Mínum síðum

Inná Mínum síðum þarf fólk að vera með upplýsingar um bankareikninginn sem Tryggingastofnun á að greiða inná og einnig um það hvar og hvernig það nýtir persónuafsláttinn sinn.  Ef smellt er á Skuldir og samningar, fær fólk upplýsingar um stöðu sína, hvort það hefur til dæmis fengið ofgreitt og þarf að borga til baka. Eða þá hvort það á inni peninga hjá stofnuninni.  Lifðu núna hvetur alla til að fara inná Mínar síður og kynna sér hvernig hún virkar. Það auðveldar okkur lífið!

Þeir sem ekki geta notfært sér tölvur

Sá hópur sem ekki getur notfært sér tölvutæknina til að fara inn á Mínar síður, getur ef allt er eðlilegt  komið í afgreiðslu Tryggingastofnunar í Hlíðarsmára 11 í Kópavogi til að fá upplýsingar og aðstoð. Við þær aðstæður sem nú ríkja vegna COVID 19, er það hins vegar ekki mögulegt. Afgreiðslu TR hefur verið lokað tímabundið og fjarþjónusta efld. Stofnunin bendir fólki á eftirfarandi þjónustuleiðir.

  1. Mínar síður, sem eru alltaf aðgengilegar.
  2. Símaver TR er opðið frá 9-15 alla virka daga. S. 560-4400. Þar er veitt aðstoð og ráðgjöf til að komast inná mínar síður auk þess sem allar upplýsingar er varða bætur og lífeyrisgreiðslur eru veittar.
  3. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið tr@tr.is og er þeim svarað svo fljótt sem auðið er.
  4. Heimasíðan tr.is hefur að geyma allar nauðsynlegar upplýsingar um bótaflokka og greiðslur.
  5. Reiknivélin. Hana er að finna á heimasíðu TR og þar er hægt að reikna út mögulegar lífeyrisgreiðslur.
  6. Ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja, er hægt að senda bréf í pósti. Einnig er póstkassi í Híðarsmára 11 þar sem hægt er að skila gögnum.

 

Svo er líka hægt eins og fram kemur fyrr í þessari grein, að veita einhverjum sem menn treysta, börnum, tengdabörnum eða barnabörnum, umboð að sínum síðum og fá þau þannig

Ritstjórn apríl 2, 2020 09:52