Tókstu pabba þinn með?

Nú, tókstu pabba þinn með þér? Spurði læknirinn Christinu Ranegaard Thomsen þegar hún kom á stofuna til hans með eiginmanni sínum Dennis Andre Thomsen. Nei, þetta er maðurinn minn, svaraði Christina.

Dennis gæti sem best verið faðir Christinu en hann er tæpum aldarfjórðungi eldri en hún.  Í dag er hún 30 en hann 54. ára.  Hjónin voru í viðtali hjá Danmarks radio þar sem þau ræddu samband sitt og hvort hjónaband þar sem aldursmunurinn væri svo mikill gæti yfir höfuð gengið.  Í þau tíu ár sem þau hafa verið saman hafa þau mætt margskonar fordómum og Dennis hefur margoft verið kallaður „sugardaddy.“ En saga þeirra er ósköp einföld þau kynntust þegar Chirstina var 20 ára og Dennis 44 ára.  Í einu af hverjum tólf hjónaböndum í Danmörku er eiginmaðurinn meira en 10 árum eldri en konan. Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að sjá að það eru margir sem fordæma svo mikinn aldursmun á hjónum.  Þegar aldursmunurinn er svona mikill er konan gjarnan sökuð um að vera gullgrafari.  Karlinn er sakaður um að vera með grá fiðringinn. Fólk telur gjarnan að hjón þar sem aldursmunurinn sé svo mikill hafi mismunandi áherslur í lífinu. Svo eru það athugasemdirnar um að þetta geti ekki gengið og ef það gangi þá verði konan ung ekkja.

Árið 2007 hittust Christina og Dennis í leikhúsi þar sem þau unnu bæði. Og það var ást við fyrstu sýn. Hún segir að í fyrstu hafi hún haft áhyggjur af því hvað öðrum þætti um samband þeirra. Christina segir að það hafi verið særandi þegar fólk lét ýmsar grófar athugasemdir falla um sambandið.  En með tímanum hafi henni þó orðið sama. Fólk starir enn á þau en þau láti eins og þau sjái það ekki.

Christina er með ungan líkama en hún er gömul sál. Ég veit að margir klóruðu sér í hausnum yfir þessu sambandi okkar. En mér finnst ekki að ég þurfi að svara fyrir það. Ef fólk spyr hvernig sambandið gangi segist ég aldrei hafa verið jafn hamingjusamur á æfinni,  enda held ég að þeir sem þekkja okkur sjái að okkur líður vel saman, segir Dennis.

Foreldrar Christinu voru ekki yfir sig hrifnir af sambandinu. Þegar þau keyptu sér hús saman óskuðu foreldrar Dennis þeim til hamingju. Tengdafaðir hans sagði hins vegar við Christinu að hún yrði að átta sig á að Dennis væri of gamall fyrir hana. Hann væri í miðaldrakrísku og vildi ungt blóð. Christina segir að þetta hafi bæði pirrað hana og sært. Dennis segist hafa velt því fyrir sér að Christina væri ung kannski allt of ung fyrir hann. Hann segir að þau hafi í upphafi sambandsins rætt aldursmuninn og ákveðið að láta hann ekki verða hindrun á vegi sínum.

Það var ýmislegt sem breyttist í lífi Christinu þegar hún fór að vera með Dennis. Hann átti þrjú börn úr fyrri samböndum,  fjögurra, sex og 16 ára. Elsta barnið var einungis rúmum þremur árum yngra en hún.  Ég er vinur elsta barnsins, en bónus mamma þeirra yngri segir hún. Það að fá þessi börn í fangið þroskaði mig ótrúlega hratt á stuttum tíma. Christina viðurkennir að hana langi til að eignast eigin börn en Dennis vill ekki eignast fleiri. Hún segist hafa ákveðið að yfirgefa hann ekki vegna þessa og sætta sig við barnleysið.

En það voru ekki bara börnin sem komu inn í líf hennar og breyttu því. Hún átti sína vini þegar hún kynnstist Dennis. Einungis einn þeirra hélt tryggð við hana, aðir vinir hennar hurfu á braut enda fannst þeim sambandið skrýtið.  Í dag eru það vinir Dennis sem eru vinir þeirra beggja.

Hjónin deila sameiginlegu áhugamáli en það er að syngja. Þau syngja bæði með óperuhljómsveit og segja það skemmtilegasta sem þau gera.  Óperur og óperettur eru þeirra ær og kýr. Að lokum segjast þau vita að ýmislegt eigi eftir að breytast á næstu árum. Þegar Dennis verði 70 ára verði Christina 46 ára og þá geti ýmislegt farið að koma uppá er varðar heilsu hans. Þau hafi því ákveðið að flytja í hús sem gæti hentað Dennis þegar hann eldist, hús á einni hæð. Hús þar sem Dennis geti orðið gamall. En kannski kemur sá tími að við verðum að flytjast í íbúð í blokk fyrir aldraða, grínast þau með. Við hlökkum til að fara á eftirlaun. Við gerum okkur þó grein fyrir að  við verðum þó að bíða í nærri aldarfjórðun eftir að ég hætti að vinna þangað til Christina kemst á eftirlaunaaldurinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn október 11, 2018 07:56