Tónlistarveisla í Sjónvarpinu

„Tónleikarnir klassíkin okkar  sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Rúv hafa staðið fyrir undanfarin 2 ár hafa vakið fádæma hrifningu meðal landsmanna“, segir í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Föstudaginn 31.ágúst klukkan 20 verður leikurinn endurtekinn en að þessu sinni verður áherslan á íslenska tónlist 20. Og 21. aldar. Landsmenn hafa valið eftirlætis íslensku tóverkin sín í tilefni þess að 100 ár eru liði frá því Ísland varð fullveldi.

Það verður ekkert til sparað á tónleikunum á  morgun, sem verða í beinni útsendingu bæði í Sjónvarpinu og á Rás eitt. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en kynnar kvöldsins eru Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir.

Á efnisskránni eru eftirtalin verk:

Sigfús Einarsson Draumalandið
Karl O. Runólfsson Í fjarlægð
Sigvaldi Kaldalóns Ave Maria
Páll Ísólfsson Í dag skein sól
Jón Leifs Íslenskur rímnadans op. 11 nr. 4
Jón Nordal Hvert örstutt spor
Jórunn Viðar Vökuró
Magnús Blöndal Jóhannsson Sveitin milli sanda
Atli Heimir Sveinsson Snert hörpu mína
Sigurður Þórðarson Sjá, dagar koma
Páll Ísólfsson Brennið þið, vitar
Þorkell Sigurbjörnsson Heyr himna smiður
Jón Ásgeirsson Hjá lygnri móðu
Jón Nordal Smávinir fagrir
Atli Heimir Intermezzo úr Dimmalimm
Hildigunnur Rúnarsdóttir Sanctus úr Guðbrandsmessu
Þorkell Sigurbjörnsson Siciliano úr Columbine
Daníel Bjarnason Bow to String, 3. kafli
Jórunn Viðar Eldur
Páll Ísólfsson Úr útsæ rísa íslands fjöll

Einleikarar eru Emilía Rós Sigfúsdóttir og Sæunn Þorsteinsdóttir.
Þá kemur fram einvalalið einsöngvara, þau Hallveig Rúnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Sveinn Dúa Hjörleifsson og Þóra Einarsdóttir.

Fimm kórar koma fram þetta kvöld, en það eru Gradualekór Langholtskirkju,  Hamrahlíðarkórinn. Karlakórinn Fóstbræður, Skólakór Kársness og Söngsveitin Fílharmónía.

 

Ritstjórn ágúst 30, 2018 08:17