Björgvin Guðmundsson baráttumaður setti þessa færslu á Facebook síðu sína í morgun og hún birtist hér óbreytt.
Eldri borgurum svíður sárt, að Tryggingastofnun skuli skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum mikið vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum.Þetta er ígildi þess,að lífeyrir í lífeyrissjóðum sé skertur beint.Útkoman er alveg sú sama. Eldri borgurum finnst því eins og hér sé um eignaupptöku að ræða.Þeir eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og ekkert á að gera skert hann.Hvernig má breyta þessu og stöðva skerðingarnar? Það er um tvær leiðir að ræða:1) að fá stjórnmálamenn til þess að breyta lögum og stöðva skerðingarnar eða 2) að fara í mál og fáum skerðingum hnekkt fyrir dómi.Ekki líst mér á fyrri leiðina. Stjórnmálamenn hafa ekki sýnt það mikinn skilning á kjaramálum aldraðra.
En hvað með síðari leiðina. Er unnt að hnekkja þessum skerðingum með málsókn? Ef til vill er rétt að láta reyna á það.Þetta er að vísu erfitt mál. Það krefst mikillar undirbúningsvinnu og gæti reynst tafsamt.Vandinn við þennan málarekstur er sá, að lítið sem ekkert finnst skjalfest um, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar en öllum,sem komu að stofnun þeirra ber saman um, að þannig hafi það átt að vera.Verkalýðsleiðtogum,sem unnu að stofnun lífeyrissjóðanna, ber öllum saman um að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.Aldrei kom til greina,að þeir mundu valda neinni skerðingu. Ef fara á í mál þarf að byrja á því að safna sem mestum skriflegum upplýsingum um, að það hafi verið undirskilið, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Þetta getur verið tafsöm vinna.En hún er nauðsynlegur undanfari málsóknar.
Ég tel,að fara eigi í mál og leggjast í þá vinnu,sem nauðsynleg er í því sambandi.Hér er um það mikið réttlætismál að ræða.Eldri borgarar eiga að fá að njóta lífeyris úr lífeyrissjóðum án skerðinga,þegar þeir fara á eftirlaun.