Flesta langar að líta vel út og vilja líta út fyrir að vera ungir og frískir. Stundum virðist ungt fólk geisla frá sér meiri orku, vera vingjarnlegra og ekki eins hrokafullt og eldra fólk. Það er hægt að kalla fram unglegra útlit ef fólk lagar stíl sinn að tísku jafn óðum og að því aldurskeiði sem það er á.Hefurðu hugleitt hvort gleraugun þín geri þig ellilegri en ástæða er til. Rétt umgjörð um sólgleraugun og gleraugun geta látið fólk líta út fyrir að vera mörgum árum yngra en það er í raun og veru. Hér eru nokkur ráð fyrir miðaldra fólk og þaðan af eldra um hvernig það eigi að velja sér ný gleraugu.
Eftir fimmtugt
Lögun umgjarðar ætti að lyfta andlitinu.Mýkri og ávalari horn fara betur heldur en hvöss. Ávöl horn mýkja andlitslínurnar á eðlilegan hátt. Fyrir konur sem eru að eldast eru umgjarðir með ávalri „kattaraugnalögun“ ákjósanleg því þau lyfta andlitinu vel.Fyrir karlmenn sem eru að eldast eru ferköntuð gleraugu með ávölum hornum ákjósanleg.
Litur
Veldu mjúkan og hlýjan lit.Kaldir og skærir litir henta ungu kynslóðinni. Mýkri litir henta eldra fólki vel.Gáðu að umgjörðum í brúnum, berja eða steinalitum tónum. Þannig litir fara eldri konum vel. Karlmenn ættu að skoða bláa, brúna, gráa, vínrauða eða græna litatóna. Það er ágætt að það sé eitthvað glansandi í umgjörðinni til að gefa augum þínum glampa en forðaðstu daufa liti, svart og venjulegt silfur.
Stærð
Stærð skiptir máli, ekki síst þegar við eldumst. Við val á umgjörð skal þess gætt að hún sé ekki of lítil. Þegar við eldumst hrakar hæfileikanum til að fókusera á það sem er nálægt. Þetta þýðir að mörg okkar þurfa tvenn gleraugu eða mismunandi gleraugu til að horfa frá sér og svo önnur til að lesa með. Þetta vandamál er stundum leyst með tvískiptum glerjum eða þrískiptum. Þó lítil gleraugu séu ágæt til að sjá lengra frá sér, henta þau illa til tvískiptingar.Við lestur er mun þægilegra að hafa stórt gler heldur en lítil. Það er einfaldlega erfitt að troða góðu lessvæði í litla umgjörð.
Gler
Margt fólk komið yfir fimmtugt nær sér í ódýr lesgleraugu eða „ömmugleraugu“ í næstu verslun eða apóteki. Þetta eru gleraugun sem þú sérð hanga á nefbroddinum á fólki sem svo horfir yfir þau. Forðaðstu þetta útlit eins og heitan eldinn, það lætur þig líta út fyrir að vera miklu, miklu eldri en þú ert. Farðu í sjónmælingu og svo þú vitir nákvæmlega hvaða styrkur á að vera á glerjunum.Augnlæknir gæti mælt með gleraugum sem hægt er að ganga með án þess að þurfa sífellt að kíkja yfir þau. Þá hefur mikil tækiþróun orðið í tvískiptum og margskiptum glerjum. Mundu líka að þó sjón þín passi vel við tvískipt eða margskipt gler þarftu ekkert að vera alltaf með þau á nefinu.