Fullorðin kona á landsbyggðinni var orðin veik af alzheimer og þurfti að fá pláss á hjúkrunarheimili. Það fékk hún sem betur fer. Hún fékk að vísu inni á herbergi með annarri konu og á stofnuninni var lítið um þjálfun eða örvun fyrir alzheimersjúklinga. Fyrir þetta borgaði hún 300 þúsund krónur á mánuði.
Halda eftir tæpum 90.000 krónum á mánuði
Greiðsla fyrir pláss á hjúkrunarheimili fer ekki eftir því hvernig aðstaðan þar er, eða hvernig þjónustu er boðið uppá. Hún fer eftir tekjum þess sem leggst inná hjúkrunarheimilið. Reglurnar á þessu ári eru þannig, smkvæmt vef Tryggingastofnunar ríkisins, að ef mánaðartekjur einstaklingsins fara yfir 88 þúsund krónur á mánuði eftur skatt, tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem eru umfram það. Hann heldur með öðrum orðum alltaf eftir tæplega 90 þúsund krónum á mánuði og síðan fer það eftir heildartekjum hans hversu mikið hann borgar fyrir plássið á hjúkrunarheimilinu. Upphæðin sem menn halda eftir var á tímabili kölluð vasapeningar, en það orð er nú horfið úr reglunum eins og þær eru birtar á netinu.
Greiða aldrei meira en 395 þúsund á mánði
Það er þak á greiðslunum og enginn borgar meira en rétt rúmar 395 þúsund krónur á mánuði fyrir að dvelja á hjúkrunarheimili síðustu árin. Það er sérstaklega tekið fram að íbúi sem greiðir þetta hámark, sé með tekjur sem nema rúmum 483 þúsund krónum á mánuði, eftir skatt. Konan sem um ræðir í dæminu hér fyrir ofan, var með góðan lífeyri eftir eiginmann sinn. Það skýrir greiðsluna, 300 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi með öðrum. Fjármagnstekjur reiknast líka inní þetta dæmi, eftir ákveðnum reglum. Þ.e. ef fólk hefur fjármagnstekjur í einhverjum mæli, getur það hækkað mánaðargreiðsluna fyrir dvöl á hjúkrunarheimilinu. En menn halda alltaf eftir um 90 þúsund krónum á mánuði.
Reglur miðast við það sem kemur einstaklingnum best
Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar eru þrjár útreikningsreglur í gangi við útreikning á þáttöku í dvalarkostnaði hjúkurnarheimila. Að sögn upplýsingafulltrúa TR er ávallt er notuð sú regla sem kemur einstaklingnum best, þ.e. lægsta greiðslan, .