Hjólað óháð aldri

Átakið Hjólað óháð aldri byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði vistmanna á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost að fara út að hjóla. Í fyrra komu þrjú sérhönuð hjól til landsins til þessara nota  Þau fóru á hjúkrunarheimilin Sóltún, Mörk, og í Sunnuhlíð  Í þessari viku koma sex til viðbótar. Þau fara á hjúkrunarheimili á Höfn, Seyðisfirði, Sauðárkróki, Akranesi og í Garðabæ.

Hollvinasamtök hjúkrunarheimilanna eða önnur líknarfélög, hafa safnað fyrir flestum hjólunum sem eru komin eða á leið til landsins og verða hjólin eign hjúkrunarheimilanna. Hjólafærni sinnir stuðning við innleiðingu á notkun hjólanna og annast allt utanumhald við að fá þau til landsins, fá niðurfellingu aðflutningsgjalda hjá tollstjóra, útbýr námsefni fyrir verðandi hjólara, heldur námskeið og skipuleggur þjálfun hjólaranna, sinnir heimasíðunni, kynningum, útbýr prentefni og nú á komandi misseri – vinnur að íslenskun og innleiðingu á góðu bókunarkerfi fyrir hjólin á hverjum stað.

Einn hjólastjóri er ábyrgur fyrir aðalumsjón hjólsins á hverjum stað og svo eru þjálfaðir Hjólarar sem eru ýmisst starfsmenn hjúkrunarheimilanna, sjálfboðaliðar úr nágrenni þeirra eða aðstandendur vistmanna.

Hjólað óháð aldri verður með formlegt upphaf á innleiðingu starfsins á Hjólahátíð í Kópavogi 21. maí nk. og verður hjólað með sem flest hjólanna í skrúðreið frá Hamraborginni kl. 14.

 

 

 

Ritstjórn maí 19, 2016 12:42