Björgvin Guðmundsson skrifar:
Enn einu sinn hefur kjararáð ákveðið að stórhækka háttsetta embættismenn upp úr öllu valdi og veita þeim stórar fúlgur í afturvirkar launabætur. Þannig fær ríkisendurskoðandi 4,7 milljónir í afturvirkar launabætur. Hvenær fá aldraðir og öryrkjar slíkar launabætur aftur í tímanna. Sennilega ekki fyrr en kjaramál aldraðra verða færð undir kjararáð. Ríkisendurskoðandi hækkar nú í launum úr 1,3 milljón kr í 1,7 milljón krónur á mánuði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hækkar úr 1,6 milljón kr í 1,8 milljón krónur og fær 4 milljónir í vasann strax í afturvirkar launabætur.Hagstofustjóri hækkar úr 1,3 milljón í 1,5 milljón krónur. Hann fær 1,2 milljónir í uppbætur til baka.
Þetta er enn eitt dæmið um það, að nógir peningar eru í þjóðfélaginu.En þeim er dreift til fárra útvaldra. Aldraðir og öryrkjar fá ekki líkar launabætur og hér eru raktar. Þeir mega áfram hafa 200 þús á mánuði eftir skatt, þeir sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Meðferðin á öldruðum er blettur á íslensku samfélagi.
Pistill Björgvins birtist fyrst á http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/