Unglingar á hærri launum en aldraðir

Helga Björk Grétudóttir

Helga Björk Grétudóttir

Helga Björk Grétudóttir segir í grein í Fréttablaðinu að öll launþegasamtök landsins láti sér í léttu rúmi liggja kjör aldraðra og öryrkja og styðji að þessir hópar fái 212 þúsund krónur á mánuði. „Með öðrum orðum þeim er nákvæmlega sama um fyrrverandi starfsfélaga,“ segir Helga Björk. „Við þurfum Landssamtök öryrkja og aldraðra sem annast stéttarfélagsmál.“
„Allt og sumt sem nefnd um endurskoðun almannatrygginga býður hinum smánuðu er 212.000 kr. á mánuði. Á sama tíma eru umboðslausir fulltrúar heildarlaunasamtaka atvinnulífsins og forsvarsmenn hagsmunasamtaka á launum sem eru að lágmarki 900.000 kr. í mánaðarlaun og þar fyrir ofan,“ segir hún.

„Fyrir 3 árum gekk ég á fund aðildarfélaga heildarlaunasamtakanna og spurði sérhvert aðildarfélag hvað það gerði fyrir félagsmenn sína. Eftir margra mánaða bið kom sannleikurinn í ljós. Engin aðildarfélög heildarlaunasamtaka atvinnulífsins gera eitt né neitt fyrir sína fyrrverandi félagsmenn, nema einstaka aðildarfélag sem lánar þeim sumarbústaði, sem velflestir öryrkjar geta ekki þegið vegna fjárskorts. Sem þeir geta ekki nýtt sér þar sem velflestir hafa ekki efni á eiga bíl, né reka. Margur nýtur ekki aðstoðar ættingja sinna sér til hjálpar og er því margur öryrkinn félagslega einangraður.
Lágmarkslaun 18 ára unglings eru hins vegar 260.000 kr. á mánuði, sem að öllu jafnan hækka eftir 3, 6, 9 og 12 mánuði. Fari viðkomandi unglingur á námskeið t.d í líkamsbeitingu við þrif, fær viðkomandi þrepahækkun, sem jafnvel svarar til 3 ára sérfræðináms á háskólasviði. Mér er spurn, hver eru þá laun hins 19 ára unglings á meðan öryrkjum og öldruðum á BARNATAXTA er ætlað að lifa á 212. 000 kr.? Þess ber að geta að lágmarkslaun innan raða Bandalags háskólamanna (BHM) eru 350.000,“ segir Helga Björk ennfremur og krefur stjórnvöld um svör við því hvort verði af afturvirkri hækkun til þessara hópa.  „Því beini ég þeirri spurningu til ykkar hvort afturvirk leiðrétting á kjörum öryrkja og aldraðra verði fullgilt fyrir 1. september samkvæmt lögjöfnun,“ spyr hún. Grein Helgu Bjarkar í heild er hægt að lesa hér.

Ritstjórn ágúst 23, 2016 08:48