Ásdís Ósk Valsdóttir hjá Húsaskjóli bloggar um húnsæðismál eldri kynslóðarinnar. Bloggið fer hér á eftir í heild sinni.
Börnin eru öll orðin uppkomin og flutt að heiman og foreldrarnir eru eftir í húsinu sem upphaflega var keypt utan um þarfir fjölskyldu með ung börn. Þetta er hús með mikla sögu og miklar minningar eru bundnar því. Hins vegar er húsið of stórt og hentar ekki alveg núverandi lífstíl. Tveir fullorðnir einstaklingar þurfa almennt ekki 4-5 svefnherbergi og þá er tvennt í stöðunni.
Leið 1: Endurhanna húsið að núverandi þörfum
Leið 2: Selja húsið og kaupa eign sem hentar fullkomnlega í dag.
Mjög margir velja leið 1. Það er oft erfitt að selja æskuheimili barnanna, hús sem er fullt af fallegum og skemmtilegum minningum, hús sem viðkomandi hefur jafnvel búið í síðustu 30 ár. En, er þetta besta leiðin til lengri tíma litið?
Ef þú býrð í 4-5 herbergja húsi þá var það líklega keypt þegar þarfir barnanna skiptu megin máli. Það þurfti nægan herbergjafjölda fyrir börnin og gott rými en það var ekki það sem skipti mestu máli, skólahverfið, aðgengi að tómstundum og að það væru fleiri börn í hverfinu skipti væntanlega miklu máli líka, t.d. að börnin hefðu leikfélaga í næstu húsum og góðan bakgarð til að leika sér í. Þau gætu gengið í skólann og tómstundir og þetta væri fjölskylduvænt hverfi.
Með því að endurhanna húsið að núverandi þörfum, þá er oft verið að sameina herbergi, gera t.d. eitt stórt hjónaherbergi, jafnvel breyta gestasalerni í stórkostlegt fataherbergi, stækka stofuna og fækka herbergjum, breyta húsinu í draumahús fyrir tvo. Hins vegar ef þú býr í hverfi sem er vinsælt fjölskylduhverfi og laðar að sér ungar fjölskyldur þá er oft verið að lækka endursöluverðið á húsinu þar sem ung fjölskylda sem kaupir húsið þarf oft að fara í kostnaðarsamar aðgerðir til að breyta því aftur í sitt upprunalega horf og oft fær fólk ekki nema hluta af kostnaðinum til baka við endursölu hússins. Aðstæður geta breyst svo hratt og eign sem þú ætlaðir að vera í næstu 15 árin hentar kannski ekki lengur.
Þrátt fyrir að það sé kominn tími á að endurnýja t.d. eldhúsið eða baðherbergin þá er yfirleitt ekki skynsamlegt að fara út í svo kostnaðarsamar aðgerðir til skemmri tíma þ.e.a.s. næsti kaupandi getur haft allt aðrar skoðanir á hlutunum og vill því ekki greiða fyrir þessar endurbætur, heldur setja sinn svip á eignina. Þannig að ef eignin er orðin of stór, getur verið skynsamlegra að selja núverandi heimili og kaupa eign sem hentar núverandi þörfum og lífstíl. Fara sem sé leið 2.
Yfirleitt er sú eign minni og það getur einnig borgað sig fjárhagslega þegar kemur að föstum kostnaði, s.s. fasteignagjöldum, hita, rafmagni, tryggingum og þess háttar. Einnig ef um nýlegri eign er að ræða þá er almennt mun minna viðhald framundan og því hægt að nota peningana í annað og oft skemmtilegri hluti.
Þannig að ef þú býrð í fasteign sem hentar ekki lengur núverandi þörfum þá væri amk skynsamlegt að skoða aðrar eignir sem gætu hentað betur áður en farið er út í allan þann kostnað og rask sem fylgir því að breyta núverandi heimili. Oft er gott að byrja á því að fá ráðgjöf frá fasteignasala, fá verðmat á núverandi eign og ræða sölumöguleika áður en farið er út í kostnaðarsamar framkvæmdir sem stundum lækka verðgildi eignarinnar þegar upp er staðið. Hver er markhópurinn fyrir eignina eins og hún er og hver verður markhópurinn eftir breytingar. Við hjá Húsaskjóli fasteignasölu bjóðum upp á fría og skuldbindingalausa ráðgjöf, í mesta lagi rukkum við einn kaffibolla 🙂
http://www.husaskjol.is/seljendur/pantaduverdmat)